Er bannað að benda? Ingimar Karl Helgason skrifar 17. desember 2008 00:01 Miklu máli skiptir að geta verið í friði með sitt. Maður vill gjarnan geta rætt við lækninn sinn í trúnaði, sálfræðinginn eða lögfræðinginn. Nú og auðvitað bankann sinn. Trúnaður milli banka og viðskiptavinar er af mörgum talinn vera einn grundvöllur bankastarfsemi; bankaleyndinni á að fylgja traust milli bankans og viðskiptamannsins. Nú er traustinu ógnað segja menn um hrunið bankakerfið. Fréttastofur vilja komast í gögn gömlu bankanna og birta almenningi hvað átti sér stað þar innan veggja í góðærinu, í aðdraganda hrunsins og nú í sjálfu hruninu. Hverjir fengu lán og gegn hvernig veðum? Á hvaða kjörum? Í hvaða tilgangi? Hvað varð svo um allt saman? Af hverju missi ég vinnuna mína og af hverju hækka skattarnir mínir og lánin mín? Hvar eru skýringarnar ef ekki þar? Í Markaðnum var nýverið farið yfir nokkur dæmi um að bankaleynd hafi verið aflétt. Til stendur að rannsóknarnefnd sem skipuð er samkvæmt lögum, fari framhjá henni. Hæstiréttur hefur dæmt að skatturinn geti fengið upplýsingar sem alla jafna bankaleynd hvílir yfir. Ríkisskattstjóri benti á það við réttarhöld að þetta traust, bankaleynd, megi ekki verða til þess að menn komist upp með að svíkja samborgara sína; stinga undan skatti. Bankaleyndin geti ekki verið skálkaskjól. Sama sagði viðskiptaráðherra. Í lögum um fjármálafyrirtæki er að finna skilgreiningu á bankaleynd, sem birt var í úttekt Markaðarins á dögunum. Þar var rætt um þagnarskyldu um hvaðeina sem starfsmaður fjármálafyrirtækis verður áskynja í starfi sínu. Í greinargerð með frumvarpi til þeirra laga, er bankaleyndin ekki skilgreind sérstaklega, eða flutt fyrir henni rök. Hún þykir svo sjálfsögð að rætt er um „almenn" ákvæði um bankaleynd. Bankaleyndin virðist vera einhvers konar óskoruð grunnregla. Forsenda sem ekki þurfi að rökstyðja. Þrátt fyrir þetta virðist hún víkja, þegar almannahagsmunir krefjast. Hagsmunir eins viðskiptavinar geta raunar verið hagsmunir þeirra allra, en sumir viðskiptavinir eru líka eigendur. Þá eru almannahagsmunir ekki alltaf taldir liggja í þagnarsambandi bankans við viðskiptamann sinn. Ríki á meginlandi Evrópu berjast gegn skattaparadísum og krefjast upplýsinga. Þýsk yfirvöld borguðu stórfé fyrir skrá um viðskiptavini banka í Liechtenstein. Sama gerðu önnur ríki. Yfirvöld hér sóttust eftir upplýsingum úr skránni, til að fullvissa sig um hvort Íslendingur hefði átt reikning í bankanum. En svo er annar flötur. Bankaleyndin virðist nefnilega hætta að eiga við um leið og einhver lendir í vanskilum. Þá er í lagi, ekki einungis að birta fjárhagsupplýsingar einstaklinga, heldur að selja þær. Og það með opinberu leyfi. Það er svo merkilegt að um leið og einhver lendir í vanskilum, þá hættir bankaleyndin að vera grundvallarmál og verður í staðinn praktískt úrlausnarefni þess sem þarf að innheimta. Svo hugsar maður til saksóknara og afnáms bankaleyndar. Er það lögbrot að lenda í vanskilum? Stjórnvaldið sem veitir söluleyfið segist raunar ekki líta á fjárhagsupplýsingar sem viðkvæmar persónuupplýsingar og þannig eru lögin. Hversu viðkvæmt var góðærið, aðdragandinn að hruninu og loks sjálft hrunið? Einhver gæti orðað það svo að það sé í lagi að sparka í þann sem liggur, í vanskilum kannske, en bannað að líta í áttina að öðrum? Enn síður benda… Markaðir Viðskipti Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Miklu máli skiptir að geta verið í friði með sitt. Maður vill gjarnan geta rætt við lækninn sinn í trúnaði, sálfræðinginn eða lögfræðinginn. Nú og auðvitað bankann sinn. Trúnaður milli banka og viðskiptavinar er af mörgum talinn vera einn grundvöllur bankastarfsemi; bankaleyndinni á að fylgja traust milli bankans og viðskiptamannsins. Nú er traustinu ógnað segja menn um hrunið bankakerfið. Fréttastofur vilja komast í gögn gömlu bankanna og birta almenningi hvað átti sér stað þar innan veggja í góðærinu, í aðdraganda hrunsins og nú í sjálfu hruninu. Hverjir fengu lán og gegn hvernig veðum? Á hvaða kjörum? Í hvaða tilgangi? Hvað varð svo um allt saman? Af hverju missi ég vinnuna mína og af hverju hækka skattarnir mínir og lánin mín? Hvar eru skýringarnar ef ekki þar? Í Markaðnum var nýverið farið yfir nokkur dæmi um að bankaleynd hafi verið aflétt. Til stendur að rannsóknarnefnd sem skipuð er samkvæmt lögum, fari framhjá henni. Hæstiréttur hefur dæmt að skatturinn geti fengið upplýsingar sem alla jafna bankaleynd hvílir yfir. Ríkisskattstjóri benti á það við réttarhöld að þetta traust, bankaleynd, megi ekki verða til þess að menn komist upp með að svíkja samborgara sína; stinga undan skatti. Bankaleyndin geti ekki verið skálkaskjól. Sama sagði viðskiptaráðherra. Í lögum um fjármálafyrirtæki er að finna skilgreiningu á bankaleynd, sem birt var í úttekt Markaðarins á dögunum. Þar var rætt um þagnarskyldu um hvaðeina sem starfsmaður fjármálafyrirtækis verður áskynja í starfi sínu. Í greinargerð með frumvarpi til þeirra laga, er bankaleyndin ekki skilgreind sérstaklega, eða flutt fyrir henni rök. Hún þykir svo sjálfsögð að rætt er um „almenn" ákvæði um bankaleynd. Bankaleyndin virðist vera einhvers konar óskoruð grunnregla. Forsenda sem ekki þurfi að rökstyðja. Þrátt fyrir þetta virðist hún víkja, þegar almannahagsmunir krefjast. Hagsmunir eins viðskiptavinar geta raunar verið hagsmunir þeirra allra, en sumir viðskiptavinir eru líka eigendur. Þá eru almannahagsmunir ekki alltaf taldir liggja í þagnarsambandi bankans við viðskiptamann sinn. Ríki á meginlandi Evrópu berjast gegn skattaparadísum og krefjast upplýsinga. Þýsk yfirvöld borguðu stórfé fyrir skrá um viðskiptavini banka í Liechtenstein. Sama gerðu önnur ríki. Yfirvöld hér sóttust eftir upplýsingum úr skránni, til að fullvissa sig um hvort Íslendingur hefði átt reikning í bankanum. En svo er annar flötur. Bankaleyndin virðist nefnilega hætta að eiga við um leið og einhver lendir í vanskilum. Þá er í lagi, ekki einungis að birta fjárhagsupplýsingar einstaklinga, heldur að selja þær. Og það með opinberu leyfi. Það er svo merkilegt að um leið og einhver lendir í vanskilum, þá hættir bankaleyndin að vera grundvallarmál og verður í staðinn praktískt úrlausnarefni þess sem þarf að innheimta. Svo hugsar maður til saksóknara og afnáms bankaleyndar. Er það lögbrot að lenda í vanskilum? Stjórnvaldið sem veitir söluleyfið segist raunar ekki líta á fjárhagsupplýsingar sem viðkvæmar persónuupplýsingar og þannig eru lögin. Hversu viðkvæmt var góðærið, aðdragandinn að hruninu og loks sjálft hrunið? Einhver gæti orðað það svo að það sé í lagi að sparka í þann sem liggur, í vanskilum kannske, en bannað að líta í áttina að öðrum? Enn síður benda…
Markaðir Viðskipti Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira