Ashley Cole verður ekki með Chelsea gegn Roma í Meistaradeildinni annað kvöld vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í sigri Chelsea á Sunderland um helgina.
Þessu halda breskir fjölmiðlar fram og segja að Cole hafi ekki farið með Chelsea til Rómar í gær. Cole meiddist á kálfa í leiknum um helgina sem Chelsea vann, 5-0.
Cole var nýbúinn að jafna sig á bakmeiðslum og þá hafa fleiri varnarmenn hjá Chelsea lent í meiðslavandræðum, svo sem Ricardo Carvalho og John Terry.