Fjárfestar áhyggjufullir í Bandaríkjunum 10. nóvember 2008 21:20 Maður gengur fram hjá kauphöllinni í New York. Gengi hlutabréfa lækkaði á bandarískum hlutabréfamörkuðum í dag eftir nokkuð jákvæða byrjun. Fjármálaskýrendur eru nokkuð sammála um að mikil hækkun á hlutabréfaverði í Asíu og í Evrópu í dag í kjölfar efnahagsaðgerða kínverskra stjórnvalda hafi hleypt mönnum kapp í kinn fyrstu metrana. Þegar á leið og uppgjör bandarískra stórfyrirtækja tók að skila sér í hús gerðust þeir hins vegar á ný uggandi um horfurnar í þarlendu efnahagslífi til skamms tíma litið. Sérstaklega hafa menn áhyggjur af stöðu tryggingarisans AIG. Félagið fór úr þriggja milljarða hagnaði á þriðja ársfjórðungi í fyrra í 24,47 milljarða taprekstur auk þess að taka á móti 150 milljarða dala björgunarfé úr sjóðum hins opinbera til að bjarga félaginu frá hruni. Í ofanálag lækkaði þýski bankinn Deutsche Bank verðmat sitt á bandaríska bílaframleiðandanum General Motors úr fjórum dölum á hlut í núll, sem segir sína sögu um stöðu félagsins sem tapaði 2,5 milljörðum dala á síðasta ársfjórðungi. Þá er reiknað með taprekstri hjá bandaríska fjárfestingabankanum Goldman Sachs á sama fjórðungi, jafnvel allt að 2,5 dölum á hlut. Goldman Sachs hefur fram til þessa staðið orrahríð á fjármálamörkuðum ágætlega af sér og tók inn góðan hagnað fyrr á árinu með því að veðja á verðfall á bandarískum fasteignalánamarkaði. Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, var forstjóri Goldman Sachs, þar til um mitt ár í fyrra þegar hann settist í ráðherrastólinn. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,82 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,86 prósent í dag. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Gengi hlutabréfa lækkaði á bandarískum hlutabréfamörkuðum í dag eftir nokkuð jákvæða byrjun. Fjármálaskýrendur eru nokkuð sammála um að mikil hækkun á hlutabréfaverði í Asíu og í Evrópu í dag í kjölfar efnahagsaðgerða kínverskra stjórnvalda hafi hleypt mönnum kapp í kinn fyrstu metrana. Þegar á leið og uppgjör bandarískra stórfyrirtækja tók að skila sér í hús gerðust þeir hins vegar á ný uggandi um horfurnar í þarlendu efnahagslífi til skamms tíma litið. Sérstaklega hafa menn áhyggjur af stöðu tryggingarisans AIG. Félagið fór úr þriggja milljarða hagnaði á þriðja ársfjórðungi í fyrra í 24,47 milljarða taprekstur auk þess að taka á móti 150 milljarða dala björgunarfé úr sjóðum hins opinbera til að bjarga félaginu frá hruni. Í ofanálag lækkaði þýski bankinn Deutsche Bank verðmat sitt á bandaríska bílaframleiðandanum General Motors úr fjórum dölum á hlut í núll, sem segir sína sögu um stöðu félagsins sem tapaði 2,5 milljörðum dala á síðasta ársfjórðungi. Þá er reiknað með taprekstri hjá bandaríska fjárfestingabankanum Goldman Sachs á sama fjórðungi, jafnvel allt að 2,5 dölum á hlut. Goldman Sachs hefur fram til þessa staðið orrahríð á fjármálamörkuðum ágætlega af sér og tók inn góðan hagnað fyrr á árinu með því að veðja á verðfall á bandarískum fasteignalánamarkaði. Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, var forstjóri Goldman Sachs, þar til um mitt ár í fyrra þegar hann settist í ráðherrastólinn. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,82 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,86 prósent í dag.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira