Fjárfestar áhyggjufullir í Bandaríkjunum 10. nóvember 2008 21:20 Maður gengur fram hjá kauphöllinni í New York. Gengi hlutabréfa lækkaði á bandarískum hlutabréfamörkuðum í dag eftir nokkuð jákvæða byrjun. Fjármálaskýrendur eru nokkuð sammála um að mikil hækkun á hlutabréfaverði í Asíu og í Evrópu í dag í kjölfar efnahagsaðgerða kínverskra stjórnvalda hafi hleypt mönnum kapp í kinn fyrstu metrana. Þegar á leið og uppgjör bandarískra stórfyrirtækja tók að skila sér í hús gerðust þeir hins vegar á ný uggandi um horfurnar í þarlendu efnahagslífi til skamms tíma litið. Sérstaklega hafa menn áhyggjur af stöðu tryggingarisans AIG. Félagið fór úr þriggja milljarða hagnaði á þriðja ársfjórðungi í fyrra í 24,47 milljarða taprekstur auk þess að taka á móti 150 milljarða dala björgunarfé úr sjóðum hins opinbera til að bjarga félaginu frá hruni. Í ofanálag lækkaði þýski bankinn Deutsche Bank verðmat sitt á bandaríska bílaframleiðandanum General Motors úr fjórum dölum á hlut í núll, sem segir sína sögu um stöðu félagsins sem tapaði 2,5 milljörðum dala á síðasta ársfjórðungi. Þá er reiknað með taprekstri hjá bandaríska fjárfestingabankanum Goldman Sachs á sama fjórðungi, jafnvel allt að 2,5 dölum á hlut. Goldman Sachs hefur fram til þessa staðið orrahríð á fjármálamörkuðum ágætlega af sér og tók inn góðan hagnað fyrr á árinu með því að veðja á verðfall á bandarískum fasteignalánamarkaði. Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, var forstjóri Goldman Sachs, þar til um mitt ár í fyrra þegar hann settist í ráðherrastólinn. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,82 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,86 prósent í dag. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa lækkaði á bandarískum hlutabréfamörkuðum í dag eftir nokkuð jákvæða byrjun. Fjármálaskýrendur eru nokkuð sammála um að mikil hækkun á hlutabréfaverði í Asíu og í Evrópu í dag í kjölfar efnahagsaðgerða kínverskra stjórnvalda hafi hleypt mönnum kapp í kinn fyrstu metrana. Þegar á leið og uppgjör bandarískra stórfyrirtækja tók að skila sér í hús gerðust þeir hins vegar á ný uggandi um horfurnar í þarlendu efnahagslífi til skamms tíma litið. Sérstaklega hafa menn áhyggjur af stöðu tryggingarisans AIG. Félagið fór úr þriggja milljarða hagnaði á þriðja ársfjórðungi í fyrra í 24,47 milljarða taprekstur auk þess að taka á móti 150 milljarða dala björgunarfé úr sjóðum hins opinbera til að bjarga félaginu frá hruni. Í ofanálag lækkaði þýski bankinn Deutsche Bank verðmat sitt á bandaríska bílaframleiðandanum General Motors úr fjórum dölum á hlut í núll, sem segir sína sögu um stöðu félagsins sem tapaði 2,5 milljörðum dala á síðasta ársfjórðungi. Þá er reiknað með taprekstri hjá bandaríska fjárfestingabankanum Goldman Sachs á sama fjórðungi, jafnvel allt að 2,5 dölum á hlut. Goldman Sachs hefur fram til þessa staðið orrahríð á fjármálamörkuðum ágætlega af sér og tók inn góðan hagnað fyrr á árinu með því að veðja á verðfall á bandarískum fasteignalánamarkaði. Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, var forstjóri Goldman Sachs, þar til um mitt ár í fyrra þegar hann settist í ráðherrastólinn. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,82 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,86 prósent í dag.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira