Exista tapaði tæpum 13 milljörðum á þriðja fjórðungi 27. nóvember 2008 10:59 Forstjórar Existu ásamt stjórnarformanninum á milli þeirra. Mynd/GVA Exista tapaði 87,8 milljónum evra á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma í fyrra nam hagnaður félagsins 7,4 milljónum evra. Exista var stærsti hluthafi Kaupþings. Eign félagsins í bankanum gufaði upp nokkrum dögum síðar þegar ríkið tók hann yfir í kjölfar ríkisvæðingar Glitnis um mánaðamótin september-október. Tap Existu í íslenskum krónum á fjórðungnum nam tæpum 12,8 milljörðum króna miðað við gengu krónu gagnvart evru í enda september. Rekstrarhagnaður var á tímabilinu upp á 21,2 milljónir evra en var 107,5 milljónir árið á undan. Samdrátturinn nemur áttatíu prósentum. Þá nam tapið á fyrstu níu mánuðum ársins 170 milljónum evra. Það jafngildir 24,7 milljörðum króna á gengi krónu gagnvart evru í lok september. Á sama tíma árið á undan nam hagnaðurinn hins vegar 869,5 milljónum evra. Heildareignir Existu voru 6.276 milljónir evra í lok september og höfðu lækkað um 1.735 milljónir frá áramótum. Það jafngildir 21,6 prósenta lækkun. Heildarskuldir nám 4.289 milljónum evra og höfðu lækkað um 24 prósent frá áramótum. Þá nam bókfært eigið fé 1.987 milljónum evra, sem er 381 milljón minna en í byrjun árs. Eiginfjárhlutfall var 35,9 prósent. Í enda september hafði félagið tryggt lausafé til að mæta endurfjármögnun til næstu 51 viku og nægt lausafé til að standa við skuldbindingar til loka þriðja ársfjórðungs 2009. Eins og áður sagði breyttist efnahagsreikningur Existu stórlega eftir þriðja ársfjórðung. Eftir að bresk fjármálayfirvöld tóku yfir rekstur dótturfélags Kaupþings í Bretlandi greip Fjármálaeftirlitið inn í rekstur bankans hér 9. október síðastliðinn. Það hafði veruleg áhrif á stöðu Existu, sem þá var stærsti hluthafi félagsins. Eign þess, sem var óveðsett, gufaði upp, og seldi félagið í kjölfarið eignir sínar í finnska fjármálafélaginu Sampo og Storebrand. Þá keyptu bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir Bakkavör undan Existu í sama mánuði. Stærstu eignir Existu nú eru Skípti, VÍS og Lýsing. Exista samþykkti á sérstökum hluthafafundi í lok október að afskrá félagið og verður af því í næsta mánuði. Uppgjör Existu Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Exista tapaði 87,8 milljónum evra á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma í fyrra nam hagnaður félagsins 7,4 milljónum evra. Exista var stærsti hluthafi Kaupþings. Eign félagsins í bankanum gufaði upp nokkrum dögum síðar þegar ríkið tók hann yfir í kjölfar ríkisvæðingar Glitnis um mánaðamótin september-október. Tap Existu í íslenskum krónum á fjórðungnum nam tæpum 12,8 milljörðum króna miðað við gengu krónu gagnvart evru í enda september. Rekstrarhagnaður var á tímabilinu upp á 21,2 milljónir evra en var 107,5 milljónir árið á undan. Samdrátturinn nemur áttatíu prósentum. Þá nam tapið á fyrstu níu mánuðum ársins 170 milljónum evra. Það jafngildir 24,7 milljörðum króna á gengi krónu gagnvart evru í lok september. Á sama tíma árið á undan nam hagnaðurinn hins vegar 869,5 milljónum evra. Heildareignir Existu voru 6.276 milljónir evra í lok september og höfðu lækkað um 1.735 milljónir frá áramótum. Það jafngildir 21,6 prósenta lækkun. Heildarskuldir nám 4.289 milljónum evra og höfðu lækkað um 24 prósent frá áramótum. Þá nam bókfært eigið fé 1.987 milljónum evra, sem er 381 milljón minna en í byrjun árs. Eiginfjárhlutfall var 35,9 prósent. Í enda september hafði félagið tryggt lausafé til að mæta endurfjármögnun til næstu 51 viku og nægt lausafé til að standa við skuldbindingar til loka þriðja ársfjórðungs 2009. Eins og áður sagði breyttist efnahagsreikningur Existu stórlega eftir þriðja ársfjórðung. Eftir að bresk fjármálayfirvöld tóku yfir rekstur dótturfélags Kaupþings í Bretlandi greip Fjármálaeftirlitið inn í rekstur bankans hér 9. október síðastliðinn. Það hafði veruleg áhrif á stöðu Existu, sem þá var stærsti hluthafi félagsins. Eign þess, sem var óveðsett, gufaði upp, og seldi félagið í kjölfarið eignir sínar í finnska fjármálafélaginu Sampo og Storebrand. Þá keyptu bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir Bakkavör undan Existu í sama mánuði. Stærstu eignir Existu nú eru Skípti, VÍS og Lýsing. Exista samþykkti á sérstökum hluthafafundi í lok október að afskrá félagið og verður af því í næsta mánuði. Uppgjör Existu
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira