Metverðbólga í 18 ár Björgvin Guðmundsson skrifar um verðbólgu skrifar 5. júní 2008 00:01 Verðbólgan er nú orðin 11,8%. Það er óhuggulegt. Gengislækkun krónunnar veldur hér mestu en ljóst er, að sumir kaupmenn og verslunareigendur hafa farið óvarlega í verðhækkunum. Ég fór út í verslun og keypti steiktan kjúkling. Hann hafði hækkað um 30%! Það er of mikil hækkun enda þótt framleiðslukostnaður hafi hækkað m.a. vegna hækkunar á fóðri. Menn verða að fara varlega í hækkanir. Seðlabankinn hækkaði fyrir skömmu stýrivexti í 15,5%. Þeir voru þá hækkaðir um 1/2 prósentustig og var þetta 21. stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Frá því að þessi síðasta vaxtahækkun Seðlabankans tók gildi hélt gengi krónunnar í fyrstu áfram að lækka en hefur síðan styrkst nokkuð. En það var einn helsti tilgangur vaxtahækkunarinnar að styrkja krónuna og lækka verðlag á þann hátt. Seðlabankinn hefur sl. 7 ár stanslaust hækkað stýrivexti í þeim tilgangi að lækka verðbólguna. En verðbólgan hefur á þessu tímabili aukist en ekki minnkað. Aðgerðir Seðlabankans hafa algerlega mistekist. Þorvaldur Gylfason prófessor telur að Seðlabankinn hafi brugðist við alltof seint. Hann hafi byrjað of seint að hækka stýrivexti og í of litlum skrefum til að byrja með. Í dag er alveg ljóst að vaxtahækkun Seðlabankans hefur engin áhrif. Verðbólgan heldur áfram að aukast þrátt fyrir aðgerðir Seðlabankans. Peningamálastefna Seðlabankans hefur brugðist. Tveir kennarar við háskólann telja að skipta verði um áhöfn í Seðlabankanum. Það eru þeir Þorvaldur Gylfason prófessor og Gylfi Magnússon dósent sem setja þessa skoðun fram og undir hana tekur Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra. Miklar umræður eiga sér nú stað um efnahagsmálin á Íslandi. Verðbólgan æðir áfram og er nú komin í tveggja stafa tölu. Því er jafnvel spáð að hún gæti farið í 15%. Viðskiptahallinn er mjög mikill og bankarnir eiga í erfiðleikum með að útvega sér lánsfé erlendis vegna hás skuldatryggingarálags. Allir íslensku viðskiptabankarnir hafa skuldsett sig óeðlilega mikið. Þeir hafa farið óvarlega í lántökum erlendis og eiga nú í erfiðleikum með endurfjármögnun. Ef þeir geta ekki endurfjármagnað sig á þokkalegum kjörum eru þeir í vondum málum. Ríkisstjórnin hefur sagt að hún standi við bakið á bönkunum á sama hátt og ríkisstjórnir erlendis geri gagnvart sínum bönkum.Ég tel ekki koma til greina að ríkissjóður eða Seðlabanki leggi framlög (styrki) til bankanna. Þeir hafa grætt mikið undanfarin ár og hafa hirt gróðann sjálfir. Þeir verða sjálfir að koma sér út úr þeim vandræðum,sem þeir hafa komið sér í. Ef undirstöður bankanna fara að bila kæmi til greina að þjóðnýta bankana, eins og Þorvaldur Gylfason hefur lagt til, og að selja þá síðan á ný til aðila sem kunna að reka banka.Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Verðbólgan er nú orðin 11,8%. Það er óhuggulegt. Gengislækkun krónunnar veldur hér mestu en ljóst er, að sumir kaupmenn og verslunareigendur hafa farið óvarlega í verðhækkunum. Ég fór út í verslun og keypti steiktan kjúkling. Hann hafði hækkað um 30%! Það er of mikil hækkun enda þótt framleiðslukostnaður hafi hækkað m.a. vegna hækkunar á fóðri. Menn verða að fara varlega í hækkanir. Seðlabankinn hækkaði fyrir skömmu stýrivexti í 15,5%. Þeir voru þá hækkaðir um 1/2 prósentustig og var þetta 21. stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Frá því að þessi síðasta vaxtahækkun Seðlabankans tók gildi hélt gengi krónunnar í fyrstu áfram að lækka en hefur síðan styrkst nokkuð. En það var einn helsti tilgangur vaxtahækkunarinnar að styrkja krónuna og lækka verðlag á þann hátt. Seðlabankinn hefur sl. 7 ár stanslaust hækkað stýrivexti í þeim tilgangi að lækka verðbólguna. En verðbólgan hefur á þessu tímabili aukist en ekki minnkað. Aðgerðir Seðlabankans hafa algerlega mistekist. Þorvaldur Gylfason prófessor telur að Seðlabankinn hafi brugðist við alltof seint. Hann hafi byrjað of seint að hækka stýrivexti og í of litlum skrefum til að byrja með. Í dag er alveg ljóst að vaxtahækkun Seðlabankans hefur engin áhrif. Verðbólgan heldur áfram að aukast þrátt fyrir aðgerðir Seðlabankans. Peningamálastefna Seðlabankans hefur brugðist. Tveir kennarar við háskólann telja að skipta verði um áhöfn í Seðlabankanum. Það eru þeir Þorvaldur Gylfason prófessor og Gylfi Magnússon dósent sem setja þessa skoðun fram og undir hana tekur Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra. Miklar umræður eiga sér nú stað um efnahagsmálin á Íslandi. Verðbólgan æðir áfram og er nú komin í tveggja stafa tölu. Því er jafnvel spáð að hún gæti farið í 15%. Viðskiptahallinn er mjög mikill og bankarnir eiga í erfiðleikum með að útvega sér lánsfé erlendis vegna hás skuldatryggingarálags. Allir íslensku viðskiptabankarnir hafa skuldsett sig óeðlilega mikið. Þeir hafa farið óvarlega í lántökum erlendis og eiga nú í erfiðleikum með endurfjármögnun. Ef þeir geta ekki endurfjármagnað sig á þokkalegum kjörum eru þeir í vondum málum. Ríkisstjórnin hefur sagt að hún standi við bakið á bönkunum á sama hátt og ríkisstjórnir erlendis geri gagnvart sínum bönkum.Ég tel ekki koma til greina að ríkissjóður eða Seðlabanki leggi framlög (styrki) til bankanna. Þeir hafa grætt mikið undanfarin ár og hafa hirt gróðann sjálfir. Þeir verða sjálfir að koma sér út úr þeim vandræðum,sem þeir hafa komið sér í. Ef undirstöður bankanna fara að bila kæmi til greina að þjóðnýta bankana, eins og Þorvaldur Gylfason hefur lagt til, og að selja þá síðan á ný til aðila sem kunna að reka banka.Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar