Metverðbólga í 18 ár Björgvin Guðmundsson skrifar um verðbólgu skrifar 5. júní 2008 00:01 Verðbólgan er nú orðin 11,8%. Það er óhuggulegt. Gengislækkun krónunnar veldur hér mestu en ljóst er, að sumir kaupmenn og verslunareigendur hafa farið óvarlega í verðhækkunum. Ég fór út í verslun og keypti steiktan kjúkling. Hann hafði hækkað um 30%! Það er of mikil hækkun enda þótt framleiðslukostnaður hafi hækkað m.a. vegna hækkunar á fóðri. Menn verða að fara varlega í hækkanir. Seðlabankinn hækkaði fyrir skömmu stýrivexti í 15,5%. Þeir voru þá hækkaðir um 1/2 prósentustig og var þetta 21. stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Frá því að þessi síðasta vaxtahækkun Seðlabankans tók gildi hélt gengi krónunnar í fyrstu áfram að lækka en hefur síðan styrkst nokkuð. En það var einn helsti tilgangur vaxtahækkunarinnar að styrkja krónuna og lækka verðlag á þann hátt. Seðlabankinn hefur sl. 7 ár stanslaust hækkað stýrivexti í þeim tilgangi að lækka verðbólguna. En verðbólgan hefur á þessu tímabili aukist en ekki minnkað. Aðgerðir Seðlabankans hafa algerlega mistekist. Þorvaldur Gylfason prófessor telur að Seðlabankinn hafi brugðist við alltof seint. Hann hafi byrjað of seint að hækka stýrivexti og í of litlum skrefum til að byrja með. Í dag er alveg ljóst að vaxtahækkun Seðlabankans hefur engin áhrif. Verðbólgan heldur áfram að aukast þrátt fyrir aðgerðir Seðlabankans. Peningamálastefna Seðlabankans hefur brugðist. Tveir kennarar við háskólann telja að skipta verði um áhöfn í Seðlabankanum. Það eru þeir Þorvaldur Gylfason prófessor og Gylfi Magnússon dósent sem setja þessa skoðun fram og undir hana tekur Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra. Miklar umræður eiga sér nú stað um efnahagsmálin á Íslandi. Verðbólgan æðir áfram og er nú komin í tveggja stafa tölu. Því er jafnvel spáð að hún gæti farið í 15%. Viðskiptahallinn er mjög mikill og bankarnir eiga í erfiðleikum með að útvega sér lánsfé erlendis vegna hás skuldatryggingarálags. Allir íslensku viðskiptabankarnir hafa skuldsett sig óeðlilega mikið. Þeir hafa farið óvarlega í lántökum erlendis og eiga nú í erfiðleikum með endurfjármögnun. Ef þeir geta ekki endurfjármagnað sig á þokkalegum kjörum eru þeir í vondum málum. Ríkisstjórnin hefur sagt að hún standi við bakið á bönkunum á sama hátt og ríkisstjórnir erlendis geri gagnvart sínum bönkum.Ég tel ekki koma til greina að ríkissjóður eða Seðlabanki leggi framlög (styrki) til bankanna. Þeir hafa grætt mikið undanfarin ár og hafa hirt gróðann sjálfir. Þeir verða sjálfir að koma sér út úr þeim vandræðum,sem þeir hafa komið sér í. Ef undirstöður bankanna fara að bila kæmi til greina að þjóðnýta bankana, eins og Þorvaldur Gylfason hefur lagt til, og að selja þá síðan á ný til aðila sem kunna að reka banka.Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór Skoðun Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Verðbólgan er nú orðin 11,8%. Það er óhuggulegt. Gengislækkun krónunnar veldur hér mestu en ljóst er, að sumir kaupmenn og verslunareigendur hafa farið óvarlega í verðhækkunum. Ég fór út í verslun og keypti steiktan kjúkling. Hann hafði hækkað um 30%! Það er of mikil hækkun enda þótt framleiðslukostnaður hafi hækkað m.a. vegna hækkunar á fóðri. Menn verða að fara varlega í hækkanir. Seðlabankinn hækkaði fyrir skömmu stýrivexti í 15,5%. Þeir voru þá hækkaðir um 1/2 prósentustig og var þetta 21. stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Frá því að þessi síðasta vaxtahækkun Seðlabankans tók gildi hélt gengi krónunnar í fyrstu áfram að lækka en hefur síðan styrkst nokkuð. En það var einn helsti tilgangur vaxtahækkunarinnar að styrkja krónuna og lækka verðlag á þann hátt. Seðlabankinn hefur sl. 7 ár stanslaust hækkað stýrivexti í þeim tilgangi að lækka verðbólguna. En verðbólgan hefur á þessu tímabili aukist en ekki minnkað. Aðgerðir Seðlabankans hafa algerlega mistekist. Þorvaldur Gylfason prófessor telur að Seðlabankinn hafi brugðist við alltof seint. Hann hafi byrjað of seint að hækka stýrivexti og í of litlum skrefum til að byrja með. Í dag er alveg ljóst að vaxtahækkun Seðlabankans hefur engin áhrif. Verðbólgan heldur áfram að aukast þrátt fyrir aðgerðir Seðlabankans. Peningamálastefna Seðlabankans hefur brugðist. Tveir kennarar við háskólann telja að skipta verði um áhöfn í Seðlabankanum. Það eru þeir Þorvaldur Gylfason prófessor og Gylfi Magnússon dósent sem setja þessa skoðun fram og undir hana tekur Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra. Miklar umræður eiga sér nú stað um efnahagsmálin á Íslandi. Verðbólgan æðir áfram og er nú komin í tveggja stafa tölu. Því er jafnvel spáð að hún gæti farið í 15%. Viðskiptahallinn er mjög mikill og bankarnir eiga í erfiðleikum með að útvega sér lánsfé erlendis vegna hás skuldatryggingarálags. Allir íslensku viðskiptabankarnir hafa skuldsett sig óeðlilega mikið. Þeir hafa farið óvarlega í lántökum erlendis og eiga nú í erfiðleikum með endurfjármögnun. Ef þeir geta ekki endurfjármagnað sig á þokkalegum kjörum eru þeir í vondum málum. Ríkisstjórnin hefur sagt að hún standi við bakið á bönkunum á sama hátt og ríkisstjórnir erlendis geri gagnvart sínum bönkum.Ég tel ekki koma til greina að ríkissjóður eða Seðlabanki leggi framlög (styrki) til bankanna. Þeir hafa grætt mikið undanfarin ár og hafa hirt gróðann sjálfir. Þeir verða sjálfir að koma sér út úr þeim vandræðum,sem þeir hafa komið sér í. Ef undirstöður bankanna fara að bila kæmi til greina að þjóðnýta bankana, eins og Þorvaldur Gylfason hefur lagt til, og að selja þá síðan á ný til aðila sem kunna að reka banka.Höfundur er viðskiptafræðingur.
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun