Gengi hlutabréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össur hefur hækkað um 0,41 prósent það sem af er dags í Kauphöll Íslands. Dagur byrjaði á afar rólegum nótum. Bréf fyrirtækisins eru þau einu sem hafa hækkað. Þrjú hafa lækkað á sama tíma en önnur standa í stað.
Gengi bréfa í Bakkavör hefur lækkað mest, eða um 0,87 prósent, í Straumi um 0,26 prósent og í Landsbankanum um 0,20 prósent.
Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,14 prósent og stendur vísitalan í 4.811 stigum.