Grundvöllur lýðræðis 15. nóvember 2008 06:00 Þegar allt er komið á hvolf í íslensku samfélagi og almenningur veit ekki sitt rjúkandi ráð og réttlát reiði í garð yfirvalda er að taka völdin, ber brýna nauðsyn til að huga að réttarbótum í samfélaginu um leið og búið er að taka upp evru og afþakka lán IMF og sækja um aðild að ESB og á þann hátt slökkva elda sem brunnið hafa síðan 29. september. Meðal þess sem íhuga þarf er þrískiptingu valds, en óskýr aðgreining þessa valds er eitt af mörgum meinum samfélagsins. Í annarri grein stjórnarskrárinnar stendur að Alþingi og forseti fari saman með löggjafarvald og forseti og önnur stjórnarvöld með framkvæmdarvald og dómendur með dómsvald. Rétt sýnist að sleppa forseta úr þessari upptalningu af því að hann er valdalaus, eins og dæmin sanna. Flestum er ljóst að þrískipting valds, sem er grundvöllur lýðræðis ásamt með frjálsri skoðanamyndun, hefur vikið fyrir ráðherravaldi og gömlu flokkseinræði á Íslandi. Til þess að koma á raunverulegri þrískiptingu valds, þarf í fyrsta lagi að auka ábyrgð og vald Alþingis og alþingismanna með því að koma á einmenningskjördæmum þar sem framboðin eru ákveðin af starfandi stjórnmálaflokkum og samtökum, ekki í prófkjörum sem er gróðrarstía pólitískrar spillingar. Í öðru lagi þarf að kjósa forseta sem jafnframt gegnir störfum forsætisráðherra og er ábyrgur fyrir myndun ríkisstjórnar - framkvæmdavaldinu - og situr ekki á Alþingi frekar en aðrir ráðherrar, en hafa þar málfrelsi eins og er í norska Stórþinginu. Í þriðja lagi á Alþingi að kjósa dómara í Hæstarétt svo og í héraðsdóma þar sem aukinn meirihluta atkvæða þyrfti til þess að dómari hlyti kosningu. Hugsanlega ætti þetta að vera í höndum fámennrar öldungadeildar Alþingis þar sem í ættu sæti fulltrúar sveitarfélaga, atvinnulífs og menningarstofnana og mætti þá fækka alþingismönnum sem því næmi til þess að dreifa valdi. Stjórnmálaflokkar og samtök eiga að vera grundvöllur stjórnmálastarfs í landinu og bera ábyrgð á framboðum til Alþingis en ekki að skýla sér á bak við prófkjör sem eru bæði spillingardíki og mismuna einstaklingum. Þá á 40% reglan að gilda um kynskiptingu til framboða og allra embætta og starfs í landinu. Flokkar og samtök eiga síðan að sjálfsögðu að birta opinberlega lög sín og starfsreglur svo og allt bókhald. Nú þarf allt að vera opinbert og öllum aðgengilegt - vera uppi á borðinu, eins og sagt er, einnig laun framkvæmdastjóra fyrirtækja og stofnana ríkis og einkafyrirtækja. Við höfum ekki lengur efni á mismunun og misrétti. Endur-bætur á íslensku lýðræði og réttarbætur til handa þjóðinni er eitt af þeim verkefnum sem eru mest aðkallandi og mega ekki bíða . Höfundur er fyrrverandi skólameistari Menntaskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Gíslason Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Þegar allt er komið á hvolf í íslensku samfélagi og almenningur veit ekki sitt rjúkandi ráð og réttlát reiði í garð yfirvalda er að taka völdin, ber brýna nauðsyn til að huga að réttarbótum í samfélaginu um leið og búið er að taka upp evru og afþakka lán IMF og sækja um aðild að ESB og á þann hátt slökkva elda sem brunnið hafa síðan 29. september. Meðal þess sem íhuga þarf er þrískiptingu valds, en óskýr aðgreining þessa valds er eitt af mörgum meinum samfélagsins. Í annarri grein stjórnarskrárinnar stendur að Alþingi og forseti fari saman með löggjafarvald og forseti og önnur stjórnarvöld með framkvæmdarvald og dómendur með dómsvald. Rétt sýnist að sleppa forseta úr þessari upptalningu af því að hann er valdalaus, eins og dæmin sanna. Flestum er ljóst að þrískipting valds, sem er grundvöllur lýðræðis ásamt með frjálsri skoðanamyndun, hefur vikið fyrir ráðherravaldi og gömlu flokkseinræði á Íslandi. Til þess að koma á raunverulegri þrískiptingu valds, þarf í fyrsta lagi að auka ábyrgð og vald Alþingis og alþingismanna með því að koma á einmenningskjördæmum þar sem framboðin eru ákveðin af starfandi stjórnmálaflokkum og samtökum, ekki í prófkjörum sem er gróðrarstía pólitískrar spillingar. Í öðru lagi þarf að kjósa forseta sem jafnframt gegnir störfum forsætisráðherra og er ábyrgur fyrir myndun ríkisstjórnar - framkvæmdavaldinu - og situr ekki á Alþingi frekar en aðrir ráðherrar, en hafa þar málfrelsi eins og er í norska Stórþinginu. Í þriðja lagi á Alþingi að kjósa dómara í Hæstarétt svo og í héraðsdóma þar sem aukinn meirihluta atkvæða þyrfti til þess að dómari hlyti kosningu. Hugsanlega ætti þetta að vera í höndum fámennrar öldungadeildar Alþingis þar sem í ættu sæti fulltrúar sveitarfélaga, atvinnulífs og menningarstofnana og mætti þá fækka alþingismönnum sem því næmi til þess að dreifa valdi. Stjórnmálaflokkar og samtök eiga að vera grundvöllur stjórnmálastarfs í landinu og bera ábyrgð á framboðum til Alþingis en ekki að skýla sér á bak við prófkjör sem eru bæði spillingardíki og mismuna einstaklingum. Þá á 40% reglan að gilda um kynskiptingu til framboða og allra embætta og starfs í landinu. Flokkar og samtök eiga síðan að sjálfsögðu að birta opinberlega lög sín og starfsreglur svo og allt bókhald. Nú þarf allt að vera opinbert og öllum aðgengilegt - vera uppi á borðinu, eins og sagt er, einnig laun framkvæmdastjóra fyrirtækja og stofnana ríkis og einkafyrirtækja. Við höfum ekki lengur efni á mismunun og misrétti. Endur-bætur á íslensku lýðræði og réttarbætur til handa þjóðinni er eitt af þeim verkefnum sem eru mest aðkallandi og mega ekki bíða . Höfundur er fyrrverandi skólameistari Menntaskólans á Akureyri.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun