U20 landslið Íslands í kvennaflokki gerði í kvöld 26-26 jafntefli við heimastúlkur á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Slóveníu. Íslenska liðið var yfir stærstan hluta leiksins.
Í gær gerði íslenska liðið jafntefli við Ungverja 23-23 í fyrsta leik sínum á mótinu.
Þórey Rósa Stefánsdóttir var markahæst í liði Íslands í kvöld með sex mörk.