Styttist í Shorts&Docs 22. júlí 2008 06:00 Yfirtaka austurbæ Shorts&Docs kvikmyndahátíðin fer fram í Austurbæjarbíói í ágúst, og eru framkvæmdastjórinn Guðrún Ragnarsdóttir og verkefnastjórinn Lára Marteins afar ánægðar með undirtektir. fréttablaðið/arnþór Óðum styttist í stuttmyndahátíðina Reykjavik Shorts&Docs, sem að þessu sinni stendur yfir vikuna 22. til 29. ágúst. Frestur til að skila inn myndum rann út í gær, og segir Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, að þátttakan lofi afar góðu. „Myndirnar hafa rúllað inn og við erum mjög kátar með þetta," segir hún. Í ár mun Shorts&Docs yfirtaka Austurbæjarbíó, þar sem allar sýningar fara fram. „Það er frábært húsnæði að hafa. Það hafa ekki verið alveg skýrar línur að undanförnu með hvað á að vera þarna, en vonandi getur það í framtíðinni orðið eitthvað svona „art house"-bíó, ásamt öðru," segir Guðrún. Myndirnar verða einnig sýndar á gömlu bíótímunum - fimm, sjö og níu. „Við sýnum líka heimildarmynd sem heitir Sýnd klukkan 5, 7 og 9, eftir Agnar Einarsson, sem er einn af síðustu sýningarstjórunum úr gömlu bíóunum," segir Guðrún. Hátíðin er nú haldin í sjöunda skiptið, en í ár verða í fyrsta skipti afhent sérstök verðlaun fyrir bestu íslensku stuttmyndina og heimildarmyndina. „Verðlaunin heita Silfurrefurinn, svona til heiðurs fyrsta landnámsdýrinu. Í ár er það myndlistarkonan Sara Riel sem gerir verðlaunagripinn, en við ætlum að vera með nýjan grip á hverju ári," útskýrir Guðrún. Auk þeirra íslensku stuttmynda og heimildarmynda sem verða frumsýndar á hátíðinni gefst gestum kostur á að sjá stuttmyndir sem sýndar hafa verið á hátíðum á borð við hinar virtu Cannes og Sundance. Þá mun „leynigestur" sækja hátíðina heim, en Guðrún segir leynd verða að hvíla yfir því hver það er enn um stund. Nánari upplýsingar um hátíðina má sjá á www.shortsdocs.info. - sun Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Óðum styttist í stuttmyndahátíðina Reykjavik Shorts&Docs, sem að þessu sinni stendur yfir vikuna 22. til 29. ágúst. Frestur til að skila inn myndum rann út í gær, og segir Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, að þátttakan lofi afar góðu. „Myndirnar hafa rúllað inn og við erum mjög kátar með þetta," segir hún. Í ár mun Shorts&Docs yfirtaka Austurbæjarbíó, þar sem allar sýningar fara fram. „Það er frábært húsnæði að hafa. Það hafa ekki verið alveg skýrar línur að undanförnu með hvað á að vera þarna, en vonandi getur það í framtíðinni orðið eitthvað svona „art house"-bíó, ásamt öðru," segir Guðrún. Myndirnar verða einnig sýndar á gömlu bíótímunum - fimm, sjö og níu. „Við sýnum líka heimildarmynd sem heitir Sýnd klukkan 5, 7 og 9, eftir Agnar Einarsson, sem er einn af síðustu sýningarstjórunum úr gömlu bíóunum," segir Guðrún. Hátíðin er nú haldin í sjöunda skiptið, en í ár verða í fyrsta skipti afhent sérstök verðlaun fyrir bestu íslensku stuttmyndina og heimildarmyndina. „Verðlaunin heita Silfurrefurinn, svona til heiðurs fyrsta landnámsdýrinu. Í ár er það myndlistarkonan Sara Riel sem gerir verðlaunagripinn, en við ætlum að vera með nýjan grip á hverju ári," útskýrir Guðrún. Auk þeirra íslensku stuttmynda og heimildarmynda sem verða frumsýndar á hátíðinni gefst gestum kostur á að sjá stuttmyndir sem sýndar hafa verið á hátíðum á borð við hinar virtu Cannes og Sundance. Þá mun „leynigestur" sækja hátíðina heim, en Guðrún segir leynd verða að hvíla yfir því hver það er enn um stund. Nánari upplýsingar um hátíðina má sjá á www.shortsdocs.info. - sun
Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira