Ragnari Magnússyni var líka hótað um helgina Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. september 2008 13:59 Ragnar Magnússon athafnamaður segist hafa fengið hótanir um helgina. Mynd/Stöð 2. Ragnar Magnússon athafnamaður segir að sér hafi borist líflátshótanir um helgina. Hann segist telja að Benjamin Þ. Þorgrímsson, líkamsræktafrömuður og einkaþjálfari, standi að baki hótunum sem honum og Jóhannesi Kr. Kristjánssyni, ritstjóra Kompáss, hafi borist. Í Kompási í kvöld er fjallað um handrukkara og átök sem áttu sér stað á milli Benjamíns og Ragnars í sumar. Benjamín fór fram á lögbann á þáttinn en Sýslumaðurinn í Reykjavík hafnaði þeirri kröfu. Jóhannesi barst svo líflátshótun um helgina, sem hann telur að tengist þættinum, eins og greint var frá á Vísi í morgun. „Já, bróðir minn var að segja mér þetta rétt áðan bara," sagði Benjamín þegar Vísir spurði hvort hann hefði heyrt af hótuninni í garð Jóhannesar. Hann sagðist ekki vita hver stæði fyrir hótuninni. „Er þetta ekki bara Ragnar sjálfur. Maðurinn er bara að reyna að láta mig líta illa út. Hann er bara svoleiðis týpa," segir Benjamín. Benjamín fullyrðir að enginn sem tengist honum hafi staðið að hótuninni. Ragnar segist sjálfur hafa fengið hótanir um helgina. „Ég fékk þau skilaboð í gegnum þriðja aðila að hann ætlaði að ganga frá mér," segir Ragnar. Hann vísar alfarið á bug fullyrðingum Benjamíns um að hótanirnar sem Jóhannesi bárust hafi verið frá sér komnar. „Þetta er bara eins heimskulegt og það hljómar," segir Ragnar. Hann segist sjálfur hafa frétt fyrst um hótanirnar í garð Jóhannesar þegar hann las um þær á Vísi. Ragnar segist telja að Benjamín standi fyrir þessum hótunum. Kompás er sýndur í opinni dagskrá í kvöld, strax á eftir fréttum og Íslandi í dag. Handrukkun Tengdar fréttir Kompásstikla - Hnefaréttur Kompás hefur göngu sína á ný mánudaginn 22. september næstkomandi kl: 19:20 á Stöð 2. Þetta er fjórða árið sem þátturinn er sýningu en í vetur verða allir þættirnir í opinni dagskrá. Í fyrsta þætti vetrarins beinum við sjónum okkar að handrukkunum. Ofbeldi sem aldrei er kært til lögreglu grasserar á gráu svæði samfélagsins. Hópur manna hefur atvinnu af því að leysa ágreining með vöðvaafli. Sumir telja handrukkun eina úrræðið til að ná fram réttlæti en ljóst er að þegar handrukkarar hafa náð að blanda sér í ágreiningsmál er erfitt að losna við þá. Við sýnum myndir af ofbeldi sem beitt var til þvinga fram milljóna króna greiðslu. 19. september 2008 13:37 Fyrirtaka í lögbannsmáli vegna Kompásþáttar í morgun Ákvörðun sýslumanns um synjun á lögbannskröfu Benjamíns Þ. Þorgrímssonar, líkamsræktarmanns og einkaþjálfara, á birtingu Kompássþáttar var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. september 2008 11:56 Benjamín Þór ætlar að krefjast skaðabóta vegna Kompásþáttar Benjamín Þór Þorgrímsson, líkamsræktarþjálfari og meintur handrukkari ætlar að krefja 365 miðla um skaðabætur vegna Kompásþáttar sem sýndur verður annað kvöld. 21. september 2008 19:25 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Ragnar Magnússon athafnamaður segir að sér hafi borist líflátshótanir um helgina. Hann segist telja að Benjamin Þ. Þorgrímsson, líkamsræktafrömuður og einkaþjálfari, standi að baki hótunum sem honum og Jóhannesi Kr. Kristjánssyni, ritstjóra Kompáss, hafi borist. Í Kompási í kvöld er fjallað um handrukkara og átök sem áttu sér stað á milli Benjamíns og Ragnars í sumar. Benjamín fór fram á lögbann á þáttinn en Sýslumaðurinn í Reykjavík hafnaði þeirri kröfu. Jóhannesi barst svo líflátshótun um helgina, sem hann telur að tengist þættinum, eins og greint var frá á Vísi í morgun. „Já, bróðir minn var að segja mér þetta rétt áðan bara," sagði Benjamín þegar Vísir spurði hvort hann hefði heyrt af hótuninni í garð Jóhannesar. Hann sagðist ekki vita hver stæði fyrir hótuninni. „Er þetta ekki bara Ragnar sjálfur. Maðurinn er bara að reyna að láta mig líta illa út. Hann er bara svoleiðis týpa," segir Benjamín. Benjamín fullyrðir að enginn sem tengist honum hafi staðið að hótuninni. Ragnar segist sjálfur hafa fengið hótanir um helgina. „Ég fékk þau skilaboð í gegnum þriðja aðila að hann ætlaði að ganga frá mér," segir Ragnar. Hann vísar alfarið á bug fullyrðingum Benjamíns um að hótanirnar sem Jóhannesi bárust hafi verið frá sér komnar. „Þetta er bara eins heimskulegt og það hljómar," segir Ragnar. Hann segist sjálfur hafa frétt fyrst um hótanirnar í garð Jóhannesar þegar hann las um þær á Vísi. Ragnar segist telja að Benjamín standi fyrir þessum hótunum. Kompás er sýndur í opinni dagskrá í kvöld, strax á eftir fréttum og Íslandi í dag.
Handrukkun Tengdar fréttir Kompásstikla - Hnefaréttur Kompás hefur göngu sína á ný mánudaginn 22. september næstkomandi kl: 19:20 á Stöð 2. Þetta er fjórða árið sem þátturinn er sýningu en í vetur verða allir þættirnir í opinni dagskrá. Í fyrsta þætti vetrarins beinum við sjónum okkar að handrukkunum. Ofbeldi sem aldrei er kært til lögreglu grasserar á gráu svæði samfélagsins. Hópur manna hefur atvinnu af því að leysa ágreining með vöðvaafli. Sumir telja handrukkun eina úrræðið til að ná fram réttlæti en ljóst er að þegar handrukkarar hafa náð að blanda sér í ágreiningsmál er erfitt að losna við þá. Við sýnum myndir af ofbeldi sem beitt var til þvinga fram milljóna króna greiðslu. 19. september 2008 13:37 Fyrirtaka í lögbannsmáli vegna Kompásþáttar í morgun Ákvörðun sýslumanns um synjun á lögbannskröfu Benjamíns Þ. Þorgrímssonar, líkamsræktarmanns og einkaþjálfara, á birtingu Kompássþáttar var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. september 2008 11:56 Benjamín Þór ætlar að krefjast skaðabóta vegna Kompásþáttar Benjamín Þór Þorgrímsson, líkamsræktarþjálfari og meintur handrukkari ætlar að krefja 365 miðla um skaðabætur vegna Kompásþáttar sem sýndur verður annað kvöld. 21. september 2008 19:25 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Kompásstikla - Hnefaréttur Kompás hefur göngu sína á ný mánudaginn 22. september næstkomandi kl: 19:20 á Stöð 2. Þetta er fjórða árið sem þátturinn er sýningu en í vetur verða allir þættirnir í opinni dagskrá. Í fyrsta þætti vetrarins beinum við sjónum okkar að handrukkunum. Ofbeldi sem aldrei er kært til lögreglu grasserar á gráu svæði samfélagsins. Hópur manna hefur atvinnu af því að leysa ágreining með vöðvaafli. Sumir telja handrukkun eina úrræðið til að ná fram réttlæti en ljóst er að þegar handrukkarar hafa náð að blanda sér í ágreiningsmál er erfitt að losna við þá. Við sýnum myndir af ofbeldi sem beitt var til þvinga fram milljóna króna greiðslu. 19. september 2008 13:37
Fyrirtaka í lögbannsmáli vegna Kompásþáttar í morgun Ákvörðun sýslumanns um synjun á lögbannskröfu Benjamíns Þ. Þorgrímssonar, líkamsræktarmanns og einkaþjálfara, á birtingu Kompássþáttar var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. september 2008 11:56
Benjamín Þór ætlar að krefjast skaðabóta vegna Kompásþáttar Benjamín Þór Þorgrímsson, líkamsræktarþjálfari og meintur handrukkari ætlar að krefja 365 miðla um skaðabætur vegna Kompásþáttar sem sýndur verður annað kvöld. 21. september 2008 19:25
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent