Ragnari Magnússyni var líka hótað um helgina Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. september 2008 13:59 Ragnar Magnússon athafnamaður segist hafa fengið hótanir um helgina. Mynd/Stöð 2. Ragnar Magnússon athafnamaður segir að sér hafi borist líflátshótanir um helgina. Hann segist telja að Benjamin Þ. Þorgrímsson, líkamsræktafrömuður og einkaþjálfari, standi að baki hótunum sem honum og Jóhannesi Kr. Kristjánssyni, ritstjóra Kompáss, hafi borist. Í Kompási í kvöld er fjallað um handrukkara og átök sem áttu sér stað á milli Benjamíns og Ragnars í sumar. Benjamín fór fram á lögbann á þáttinn en Sýslumaðurinn í Reykjavík hafnaði þeirri kröfu. Jóhannesi barst svo líflátshótun um helgina, sem hann telur að tengist þættinum, eins og greint var frá á Vísi í morgun. „Já, bróðir minn var að segja mér þetta rétt áðan bara," sagði Benjamín þegar Vísir spurði hvort hann hefði heyrt af hótuninni í garð Jóhannesar. Hann sagðist ekki vita hver stæði fyrir hótuninni. „Er þetta ekki bara Ragnar sjálfur. Maðurinn er bara að reyna að láta mig líta illa út. Hann er bara svoleiðis týpa," segir Benjamín. Benjamín fullyrðir að enginn sem tengist honum hafi staðið að hótuninni. Ragnar segist sjálfur hafa fengið hótanir um helgina. „Ég fékk þau skilaboð í gegnum þriðja aðila að hann ætlaði að ganga frá mér," segir Ragnar. Hann vísar alfarið á bug fullyrðingum Benjamíns um að hótanirnar sem Jóhannesi bárust hafi verið frá sér komnar. „Þetta er bara eins heimskulegt og það hljómar," segir Ragnar. Hann segist sjálfur hafa frétt fyrst um hótanirnar í garð Jóhannesar þegar hann las um þær á Vísi. Ragnar segist telja að Benjamín standi fyrir þessum hótunum. Kompás er sýndur í opinni dagskrá í kvöld, strax á eftir fréttum og Íslandi í dag. Handrukkun Tengdar fréttir Kompásstikla - Hnefaréttur Kompás hefur göngu sína á ný mánudaginn 22. september næstkomandi kl: 19:20 á Stöð 2. Þetta er fjórða árið sem þátturinn er sýningu en í vetur verða allir þættirnir í opinni dagskrá. Í fyrsta þætti vetrarins beinum við sjónum okkar að handrukkunum. Ofbeldi sem aldrei er kært til lögreglu grasserar á gráu svæði samfélagsins. Hópur manna hefur atvinnu af því að leysa ágreining með vöðvaafli. Sumir telja handrukkun eina úrræðið til að ná fram réttlæti en ljóst er að þegar handrukkarar hafa náð að blanda sér í ágreiningsmál er erfitt að losna við þá. Við sýnum myndir af ofbeldi sem beitt var til þvinga fram milljóna króna greiðslu. 19. september 2008 13:37 Fyrirtaka í lögbannsmáli vegna Kompásþáttar í morgun Ákvörðun sýslumanns um synjun á lögbannskröfu Benjamíns Þ. Þorgrímssonar, líkamsræktarmanns og einkaþjálfara, á birtingu Kompássþáttar var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. september 2008 11:56 Benjamín Þór ætlar að krefjast skaðabóta vegna Kompásþáttar Benjamín Þór Þorgrímsson, líkamsræktarþjálfari og meintur handrukkari ætlar að krefja 365 miðla um skaðabætur vegna Kompásþáttar sem sýndur verður annað kvöld. 21. september 2008 19:25 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Ragnar Magnússon athafnamaður segir að sér hafi borist líflátshótanir um helgina. Hann segist telja að Benjamin Þ. Þorgrímsson, líkamsræktafrömuður og einkaþjálfari, standi að baki hótunum sem honum og Jóhannesi Kr. Kristjánssyni, ritstjóra Kompáss, hafi borist. Í Kompási í kvöld er fjallað um handrukkara og átök sem áttu sér stað á milli Benjamíns og Ragnars í sumar. Benjamín fór fram á lögbann á þáttinn en Sýslumaðurinn í Reykjavík hafnaði þeirri kröfu. Jóhannesi barst svo líflátshótun um helgina, sem hann telur að tengist þættinum, eins og greint var frá á Vísi í morgun. „Já, bróðir minn var að segja mér þetta rétt áðan bara," sagði Benjamín þegar Vísir spurði hvort hann hefði heyrt af hótuninni í garð Jóhannesar. Hann sagðist ekki vita hver stæði fyrir hótuninni. „Er þetta ekki bara Ragnar sjálfur. Maðurinn er bara að reyna að láta mig líta illa út. Hann er bara svoleiðis týpa," segir Benjamín. Benjamín fullyrðir að enginn sem tengist honum hafi staðið að hótuninni. Ragnar segist sjálfur hafa fengið hótanir um helgina. „Ég fékk þau skilaboð í gegnum þriðja aðila að hann ætlaði að ganga frá mér," segir Ragnar. Hann vísar alfarið á bug fullyrðingum Benjamíns um að hótanirnar sem Jóhannesi bárust hafi verið frá sér komnar. „Þetta er bara eins heimskulegt og það hljómar," segir Ragnar. Hann segist sjálfur hafa frétt fyrst um hótanirnar í garð Jóhannesar þegar hann las um þær á Vísi. Ragnar segist telja að Benjamín standi fyrir þessum hótunum. Kompás er sýndur í opinni dagskrá í kvöld, strax á eftir fréttum og Íslandi í dag.
Handrukkun Tengdar fréttir Kompásstikla - Hnefaréttur Kompás hefur göngu sína á ný mánudaginn 22. september næstkomandi kl: 19:20 á Stöð 2. Þetta er fjórða árið sem þátturinn er sýningu en í vetur verða allir þættirnir í opinni dagskrá. Í fyrsta þætti vetrarins beinum við sjónum okkar að handrukkunum. Ofbeldi sem aldrei er kært til lögreglu grasserar á gráu svæði samfélagsins. Hópur manna hefur atvinnu af því að leysa ágreining með vöðvaafli. Sumir telja handrukkun eina úrræðið til að ná fram réttlæti en ljóst er að þegar handrukkarar hafa náð að blanda sér í ágreiningsmál er erfitt að losna við þá. Við sýnum myndir af ofbeldi sem beitt var til þvinga fram milljóna króna greiðslu. 19. september 2008 13:37 Fyrirtaka í lögbannsmáli vegna Kompásþáttar í morgun Ákvörðun sýslumanns um synjun á lögbannskröfu Benjamíns Þ. Þorgrímssonar, líkamsræktarmanns og einkaþjálfara, á birtingu Kompássþáttar var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. september 2008 11:56 Benjamín Þór ætlar að krefjast skaðabóta vegna Kompásþáttar Benjamín Þór Þorgrímsson, líkamsræktarþjálfari og meintur handrukkari ætlar að krefja 365 miðla um skaðabætur vegna Kompásþáttar sem sýndur verður annað kvöld. 21. september 2008 19:25 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Kompásstikla - Hnefaréttur Kompás hefur göngu sína á ný mánudaginn 22. september næstkomandi kl: 19:20 á Stöð 2. Þetta er fjórða árið sem þátturinn er sýningu en í vetur verða allir þættirnir í opinni dagskrá. Í fyrsta þætti vetrarins beinum við sjónum okkar að handrukkunum. Ofbeldi sem aldrei er kært til lögreglu grasserar á gráu svæði samfélagsins. Hópur manna hefur atvinnu af því að leysa ágreining með vöðvaafli. Sumir telja handrukkun eina úrræðið til að ná fram réttlæti en ljóst er að þegar handrukkarar hafa náð að blanda sér í ágreiningsmál er erfitt að losna við þá. Við sýnum myndir af ofbeldi sem beitt var til þvinga fram milljóna króna greiðslu. 19. september 2008 13:37
Fyrirtaka í lögbannsmáli vegna Kompásþáttar í morgun Ákvörðun sýslumanns um synjun á lögbannskröfu Benjamíns Þ. Þorgrímssonar, líkamsræktarmanns og einkaþjálfara, á birtingu Kompássþáttar var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. september 2008 11:56
Benjamín Þór ætlar að krefjast skaðabóta vegna Kompásþáttar Benjamín Þór Þorgrímsson, líkamsræktarþjálfari og meintur handrukkari ætlar að krefja 365 miðla um skaðabætur vegna Kompásþáttar sem sýndur verður annað kvöld. 21. september 2008 19:25