Eigum ekki átján treyjur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. júní 2008 14:47 Lyfta KB-menn bikarnum á loft í ár? Mynd/E. Stefán KR tekur annað kvöld á móti KB í 32-liða úrslitum bikarkeppni karla. „Stórleikur umferðarinnar," segja aðstandendur félaganna. Leiknum hefur verið frestað til klukkan 21.00 annað kvöld. Það þýðir að þeir sem hafa áhuga á leiknum þurfa ekki að velja milli hans og leiks Þýskalands og Portúgals á EM sem verður fyrr um kvöldið. Félögin héldu sameiginlegan blaðamannafund í KR-heimilinu í dag þar sem Rúnar Kristinsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KR, og Þórður Einarsson, leikmaður og þjálfari KB, sátu fyrir svörum. „Ég er sjálfur uppalinn Breiðhyltingur og er því mjög ánægður með að fá KB í heimsókn," sagði Rúnar. „Það er auðvitað leiðinlegt að annað liðið þurfi að detta úr leik en það er alveg ljóst að við ætlum okkur ekki að vanmeta andstæðing okkar. KB vann Njarðvík í síðustu umferð og sjálfir gerðum við jafntefli við Njarðvík á undirbúningstímabilinu." „Við munum stilla upp sterku liði þó svo að það verði einhverjar breytingar frá síðasta leik," sagði Rúnar. Þórður var mjög sigurviss fyrir leikinn og spáði því að hann myndi skora sigurmarkið úr vítaspyrnu á 87. mínútu. „KB ætlar sér sigur í bikarkeppninni og komið að KR á morgun. Við ætlum okkur sigur." KB leikur í 3. deildinni og er í beinum tengslum við Leikni. Sumir leikmanna félagsins léku áður með Leikni eða eru þá í láni frá Leikni hjá félaginu. Þórður sagði æfingar hefðu gengið vel fyrir leikinn þó þær hafi ekki verið fjölmennar. „Við tókum mjög góða æfingu á mánudagskvöldið en vorum að vísu bara tíu sem mættum. Þetta var samt mjög góð æfing. Ætli það verði þó ekki fullmannað í kvöld." Hann býst þó ekki við að liðið verði með fullmannaða leikskýrslu í leiknum annað kvöld þó svo að liðið sé með nógu marga leikmenn á sínum snærum. „Við eigum ekki átján treyjur. Þær eru líklegast bara sextán. Svo höfum við ekki haft efni á að kaupa markmannstreyju," sagði Þórður. Leikurinn hefur þó og verður áfram vel auglýstur og vonast forráðamenn félaganna eftir góðri mætingu. „Það væri gaman að fá þúsund manns á völlinn. Sérstaklega vonumst við til þess að Miðjan mæti. Okkar stuðningsmenn, Leifsmenn, ætla að fjölmenna á völlinn og yfirgnæfa Miðjuna - ef hún mætir." Íslenski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira
KR tekur annað kvöld á móti KB í 32-liða úrslitum bikarkeppni karla. „Stórleikur umferðarinnar," segja aðstandendur félaganna. Leiknum hefur verið frestað til klukkan 21.00 annað kvöld. Það þýðir að þeir sem hafa áhuga á leiknum þurfa ekki að velja milli hans og leiks Þýskalands og Portúgals á EM sem verður fyrr um kvöldið. Félögin héldu sameiginlegan blaðamannafund í KR-heimilinu í dag þar sem Rúnar Kristinsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KR, og Þórður Einarsson, leikmaður og þjálfari KB, sátu fyrir svörum. „Ég er sjálfur uppalinn Breiðhyltingur og er því mjög ánægður með að fá KB í heimsókn," sagði Rúnar. „Það er auðvitað leiðinlegt að annað liðið þurfi að detta úr leik en það er alveg ljóst að við ætlum okkur ekki að vanmeta andstæðing okkar. KB vann Njarðvík í síðustu umferð og sjálfir gerðum við jafntefli við Njarðvík á undirbúningstímabilinu." „Við munum stilla upp sterku liði þó svo að það verði einhverjar breytingar frá síðasta leik," sagði Rúnar. Þórður var mjög sigurviss fyrir leikinn og spáði því að hann myndi skora sigurmarkið úr vítaspyrnu á 87. mínútu. „KB ætlar sér sigur í bikarkeppninni og komið að KR á morgun. Við ætlum okkur sigur." KB leikur í 3. deildinni og er í beinum tengslum við Leikni. Sumir leikmanna félagsins léku áður með Leikni eða eru þá í láni frá Leikni hjá félaginu. Þórður sagði æfingar hefðu gengið vel fyrir leikinn þó þær hafi ekki verið fjölmennar. „Við tókum mjög góða æfingu á mánudagskvöldið en vorum að vísu bara tíu sem mættum. Þetta var samt mjög góð æfing. Ætli það verði þó ekki fullmannað í kvöld." Hann býst þó ekki við að liðið verði með fullmannaða leikskýrslu í leiknum annað kvöld þó svo að liðið sé með nógu marga leikmenn á sínum snærum. „Við eigum ekki átján treyjur. Þær eru líklegast bara sextán. Svo höfum við ekki haft efni á að kaupa markmannstreyju," sagði Þórður. Leikurinn hefur þó og verður áfram vel auglýstur og vonast forráðamenn félaganna eftir góðri mætingu. „Það væri gaman að fá þúsund manns á völlinn. Sérstaklega vonumst við til þess að Miðjan mæti. Okkar stuðningsmenn, Leifsmenn, ætla að fjölmenna á völlinn og yfirgnæfa Miðjuna - ef hún mætir."
Íslenski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira