Margdæmdur nauðgari grunaður um milljóna fjársvik SB skrifar 2. júlí 2008 11:32 Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, staðfestir í samtali við Vísir að Gunnar Rúnar hafi svikið út 5,6 milljónir á stuttum tíma í maí. Maður, sem bíður afplánunar vegna grófrar nauðgunar, sveik 5,6 milljónir út úr N1 með því að misnota reikning móður sinnar. Maðurinn segir peninginn hafa farið upp í skuldir við handrukkara. Hann á að baki langan sakaferil. "Þeir sendu mig af stað og biðu heima hjá fjölskyldu minni," segir Gunnar Rúnar Gunnarsson sem er 35 ára gamall um aðferðir handrukkarana. Fyrir utan fjársvikin hjá N1 er Gunnar sakaður um að hafa svikið bensín að upphæð 440 þúsund krónum frá vinnuveitanda sínum. Hann er einnig sakaður um að hafa keypt átta heita potta frá fyrirtæki með ólögmætum hætti. "Þetta mál hjá N1 er í farvegi og verður gert upp. Varðandi bensínið stendur orð gegn orði en ég er með pappíra sem staðfesta að rétt hafi verið staðið að heitapottskaupunum," segir Gunnar. Gunnar var á síðasta ári dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga andlega veikri stúlku þar sem hún lá veik af mígreni ælandi upp í rúmi. Það mál bíður meðferðar hjá Hæstarétti og því hefur Gunnar ekki hafið afplánun. Auk fjölda minni dóma hefur Gunnar tvisvar áður verið dæmdur fyrir kynferðisbrot. Fyrst árið 2001 og svo aftur árið 2003 fyrir kynferðisbrot gegn tveimur þrettán ára stúlkum. Þá var hann enn skilorði fyrir fyrra brotið. Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, staðfestir í samtali við Vísir að Gunnar Rúnar hafi svikið út 5,6 milljónir á stuttum tíma í maí frá félaginu í gegnum reikning fyrirtækis sem er í eigu móður hans. "Við uppfærðum tölvukerfi okkar fyrir nokkrum mánuðum og við það duttu út hámarksúttektarheimildir fyrir nokkur fyrirtæki. Fyrirtæki móður hans var eitt þeirra og hann nýtti sér það. Alls tók hann út vörur fyrir 5,6 milljónir á einni viku þar til hann var stoppaður. Hann hefur lofað að gera þetta upp en ég hef ekkert heyrt frá honum," segir Hermann og bætir við að málið sé komið til lögreglu. Í samtali við Vísi sagðist Gunnar vera fórnarlamb handrukkara. Hann væri edrú í dag og reyndi að lifa mannsæmandi lífi með konu og barni. "Það er svo mikil harka í undirheimunum. Handrukkararnir sendu mig og biðu svo heima hjá fjölskyldu minni. Þú hefðir gert það sama," segir Gunnar og bætir við: "Maður reynir að lifa sínu lífi en það er ekki auðvelt. Maður lifir í stanslausum ótta við undirheimana." Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Maður, sem bíður afplánunar vegna grófrar nauðgunar, sveik 5,6 milljónir út úr N1 með því að misnota reikning móður sinnar. Maðurinn segir peninginn hafa farið upp í skuldir við handrukkara. Hann á að baki langan sakaferil. "Þeir sendu mig af stað og biðu heima hjá fjölskyldu minni," segir Gunnar Rúnar Gunnarsson sem er 35 ára gamall um aðferðir handrukkarana. Fyrir utan fjársvikin hjá N1 er Gunnar sakaður um að hafa svikið bensín að upphæð 440 þúsund krónum frá vinnuveitanda sínum. Hann er einnig sakaður um að hafa keypt átta heita potta frá fyrirtæki með ólögmætum hætti. "Þetta mál hjá N1 er í farvegi og verður gert upp. Varðandi bensínið stendur orð gegn orði en ég er með pappíra sem staðfesta að rétt hafi verið staðið að heitapottskaupunum," segir Gunnar. Gunnar var á síðasta ári dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga andlega veikri stúlku þar sem hún lá veik af mígreni ælandi upp í rúmi. Það mál bíður meðferðar hjá Hæstarétti og því hefur Gunnar ekki hafið afplánun. Auk fjölda minni dóma hefur Gunnar tvisvar áður verið dæmdur fyrir kynferðisbrot. Fyrst árið 2001 og svo aftur árið 2003 fyrir kynferðisbrot gegn tveimur þrettán ára stúlkum. Þá var hann enn skilorði fyrir fyrra brotið. Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, staðfestir í samtali við Vísir að Gunnar Rúnar hafi svikið út 5,6 milljónir á stuttum tíma í maí frá félaginu í gegnum reikning fyrirtækis sem er í eigu móður hans. "Við uppfærðum tölvukerfi okkar fyrir nokkrum mánuðum og við það duttu út hámarksúttektarheimildir fyrir nokkur fyrirtæki. Fyrirtæki móður hans var eitt þeirra og hann nýtti sér það. Alls tók hann út vörur fyrir 5,6 milljónir á einni viku þar til hann var stoppaður. Hann hefur lofað að gera þetta upp en ég hef ekkert heyrt frá honum," segir Hermann og bætir við að málið sé komið til lögreglu. Í samtali við Vísi sagðist Gunnar vera fórnarlamb handrukkara. Hann væri edrú í dag og reyndi að lifa mannsæmandi lífi með konu og barni. "Það er svo mikil harka í undirheimunum. Handrukkararnir sendu mig og biðu svo heima hjá fjölskyldu minni. Þú hefðir gert það sama," segir Gunnar og bætir við: "Maður reynir að lifa sínu lífi en það er ekki auðvelt. Maður lifir í stanslausum ótta við undirheimana."
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira