Jón Bjarki: Upptakan sýnir að Reynir er tvísaga 15. desember 2008 22:50 DV. Upptaka sem spiluð var í Kastsljósi í kvöld sýnir að Reynir Traustason, ritstjóri DV, er tvísaga, að mati Jóns Bjarka Magnússonar fyrrum blaðamanns DV. „Reynir heldur því fram í dag að ég sé að bulla að það hafi engir aðilar reynt að stoppa fréttina en upptakan sýnir að þetta var ekki þannig.“ Það sé greinilegt að Reynir sé tvísaga. Kastljós birti í kvöld upptöku af samtali Reynis og Jóns um hvers vegna frétt Jóns hafi ekki verið birt í blaðinu. Reynir segir í upptökunni að stórir aðilar hafi komið í veg fyrir birtingu fréttarinnar á krafti fjármagns. Ritstjórar DV, feðgarnir Reynir og Jón Trausti Reynisson, sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þeir segja að það rangt að stórir aðilir hafi komið í veg fyrir að fréttin yrði birt. Jón segist ekki hafa ætlað að fara í fjölmiðla með upptökuna en eftir atburðarásina í dag hafi hann ákveðið að fara með upptökuna í Kastljósið. „Ég tók þetta upp því mig grunaði að Reynir myndi fara þessa leið.“ Jón segist hafa rætt við lögfræðinga um málið í dag. Reynir sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld íhuga að kæra RÚV og Jón vegna málsins. „Ég hef haldið því fram að þetta var ekki eðilegt og ég stend við það,“ segir Jón sem óttast ekki hugsanlega málsókn. „Það bara verður þá bara að hafa það.“ Jón segir að málið sé ekki árás að sinni hálfu gegn Reyni eða DV. Hann segist hafa viljað að Reynir segði satt og rétt frá strax í upphafi. „Viðbrögð Reynis í dag sýna að hann er ekki heiðarlegur í sínum verkum. Auðvitað getur hann komið hreint fram og tekið fram hverjir það voru sem hótuðu blaðinu.“ Fjölmiðlar Tengdar fréttir Yfirlýsing blaðamanna DV Blaðamenn DV senda frá sér yfirlýsingu í tilefni skrifa Jóns Bjarka Magnússonar fyrrverandi blaðamanns DV. Þar segjast þeir vera ósérhlífnir og þjóni eingöngu sannleikanum og almenningi í heiðarlegri viðleitni til að upplýsa um málefni sem oftar en ekki brenna á þjóðinni. 15. desember 2008 13:41 Íhugar málsókn gegn RÚV og fyrrum blaðamanni DV Reynir Traustason, annar af ritstjórum DV, segist vera að íhuga réttarstöðu sína gagnvart Ríkissjónvarpinu og Jóni Bjarka Magnússyni, fyrrum blaðamanni á DV, í kjölfar þess að einkasamtal Reynis og Jóns var birt í Kastljósi fyrr í kvöld. 15. desember 2008 21:27 Stöðvaði ekki fréttina Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Birtings, sem gefur út DV segist ekki hafa gert neina kröfu um að birting fréttar um Sigurjón Árnason, fyrrveranda Landsbankastjóra, yrði stöðvuð. 15. desember 2008 12:33 Þórhallur óttast ekki málsókn Reynis Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins og ritstjóri Kastljóss, segist ekki óttast hugsanlega málsókn Reynis Traustasonar, ritstjóra DV, í kjölfar þess að einkasamtal Reynis og Jóns var birt í Kastljósi fyrr í kvöld. Upptakan átti brýnt erindi til almennings, að mati Þórhalls. 15. desember 2008 22:13 Reynir: Vorum grátbeðnir um að birta fréttina ekki Reynir Traustason, einn af ritstjórum DV, segir að ritstjórn blaðsins hafi verið grátbeðinn um að birta ekki frétt um Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóra Landsbankans í byrjun nóvember. Ákveðin öfl hafi viljað ,,stúta" blaðinu. 15. desember 2008 19:42 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Upptaka sem spiluð var í Kastsljósi í kvöld sýnir að Reynir Traustason, ritstjóri DV, er tvísaga, að mati Jóns Bjarka Magnússonar fyrrum blaðamanns DV. „Reynir heldur því fram í dag að ég sé að bulla að það hafi engir aðilar reynt að stoppa fréttina en upptakan sýnir að þetta var ekki þannig.“ Það sé greinilegt að Reynir sé tvísaga. Kastljós birti í kvöld upptöku af samtali Reynis og Jóns um hvers vegna frétt Jóns hafi ekki verið birt í blaðinu. Reynir segir í upptökunni að stórir aðilar hafi komið í veg fyrir birtingu fréttarinnar á krafti fjármagns. Ritstjórar DV, feðgarnir Reynir og Jón Trausti Reynisson, sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þeir segja að það rangt að stórir aðilir hafi komið í veg fyrir að fréttin yrði birt. Jón segist ekki hafa ætlað að fara í fjölmiðla með upptökuna en eftir atburðarásina í dag hafi hann ákveðið að fara með upptökuna í Kastljósið. „Ég tók þetta upp því mig grunaði að Reynir myndi fara þessa leið.“ Jón segist hafa rætt við lögfræðinga um málið í dag. Reynir sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld íhuga að kæra RÚV og Jón vegna málsins. „Ég hef haldið því fram að þetta var ekki eðilegt og ég stend við það,“ segir Jón sem óttast ekki hugsanlega málsókn. „Það bara verður þá bara að hafa það.“ Jón segir að málið sé ekki árás að sinni hálfu gegn Reyni eða DV. Hann segist hafa viljað að Reynir segði satt og rétt frá strax í upphafi. „Viðbrögð Reynis í dag sýna að hann er ekki heiðarlegur í sínum verkum. Auðvitað getur hann komið hreint fram og tekið fram hverjir það voru sem hótuðu blaðinu.“
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Yfirlýsing blaðamanna DV Blaðamenn DV senda frá sér yfirlýsingu í tilefni skrifa Jóns Bjarka Magnússonar fyrrverandi blaðamanns DV. Þar segjast þeir vera ósérhlífnir og þjóni eingöngu sannleikanum og almenningi í heiðarlegri viðleitni til að upplýsa um málefni sem oftar en ekki brenna á þjóðinni. 15. desember 2008 13:41 Íhugar málsókn gegn RÚV og fyrrum blaðamanni DV Reynir Traustason, annar af ritstjórum DV, segist vera að íhuga réttarstöðu sína gagnvart Ríkissjónvarpinu og Jóni Bjarka Magnússyni, fyrrum blaðamanni á DV, í kjölfar þess að einkasamtal Reynis og Jóns var birt í Kastljósi fyrr í kvöld. 15. desember 2008 21:27 Stöðvaði ekki fréttina Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Birtings, sem gefur út DV segist ekki hafa gert neina kröfu um að birting fréttar um Sigurjón Árnason, fyrrveranda Landsbankastjóra, yrði stöðvuð. 15. desember 2008 12:33 Þórhallur óttast ekki málsókn Reynis Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins og ritstjóri Kastljóss, segist ekki óttast hugsanlega málsókn Reynis Traustasonar, ritstjóra DV, í kjölfar þess að einkasamtal Reynis og Jóns var birt í Kastljósi fyrr í kvöld. Upptakan átti brýnt erindi til almennings, að mati Þórhalls. 15. desember 2008 22:13 Reynir: Vorum grátbeðnir um að birta fréttina ekki Reynir Traustason, einn af ritstjórum DV, segir að ritstjórn blaðsins hafi verið grátbeðinn um að birta ekki frétt um Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóra Landsbankans í byrjun nóvember. Ákveðin öfl hafi viljað ,,stúta" blaðinu. 15. desember 2008 19:42 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Yfirlýsing blaðamanna DV Blaðamenn DV senda frá sér yfirlýsingu í tilefni skrifa Jóns Bjarka Magnússonar fyrrverandi blaðamanns DV. Þar segjast þeir vera ósérhlífnir og þjóni eingöngu sannleikanum og almenningi í heiðarlegri viðleitni til að upplýsa um málefni sem oftar en ekki brenna á þjóðinni. 15. desember 2008 13:41
Íhugar málsókn gegn RÚV og fyrrum blaðamanni DV Reynir Traustason, annar af ritstjórum DV, segist vera að íhuga réttarstöðu sína gagnvart Ríkissjónvarpinu og Jóni Bjarka Magnússyni, fyrrum blaðamanni á DV, í kjölfar þess að einkasamtal Reynis og Jóns var birt í Kastljósi fyrr í kvöld. 15. desember 2008 21:27
Stöðvaði ekki fréttina Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Birtings, sem gefur út DV segist ekki hafa gert neina kröfu um að birting fréttar um Sigurjón Árnason, fyrrveranda Landsbankastjóra, yrði stöðvuð. 15. desember 2008 12:33
Þórhallur óttast ekki málsókn Reynis Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins og ritstjóri Kastljóss, segist ekki óttast hugsanlega málsókn Reynis Traustasonar, ritstjóra DV, í kjölfar þess að einkasamtal Reynis og Jóns var birt í Kastljósi fyrr í kvöld. Upptakan átti brýnt erindi til almennings, að mati Þórhalls. 15. desember 2008 22:13
Reynir: Vorum grátbeðnir um að birta fréttina ekki Reynir Traustason, einn af ritstjórum DV, segir að ritstjórn blaðsins hafi verið grátbeðinn um að birta ekki frétt um Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóra Landsbankans í byrjun nóvember. Ákveðin öfl hafi viljað ,,stúta" blaðinu. 15. desember 2008 19:42