Úrslitakeppnin komin til að vera Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. maí 2008 16:39 Einar Þorvarðarson og Guðmundur Ágúst Ingvarsson á ársþinginu í dag. Mynd/E. Stefán Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, segir að úrslitakeppnin sé komin til að vera í íslenskum handbolta. Tillaga stjórnar HSÍ um að taka upp fjögurra liða úrslitakeppni í efstu deildum karla og kvenna var samþykkt á ársþingi HSÍ í dag. „Þessi tilllaga stjórnarinnar verður til eftir formannafund félaganna og byggir hún á niðurstöðu þess fundar. Þetta var hljóðið í hreyfingunni," sagði Einar í samtali við Vísi í dag. „Ég held að það sé klárt að úrslitakeppnin sé komin til að vera í íslenskum handbolta. Þetta á að vera framtíðarlausnin." Fjögur efstu liðin í deildunum keppa í úrslitakeppninni en liðum verður ekki fjölgað í efstu deildinni. „Það verða að vera tvær deildir áfram til að fá nýliðun. Það er leiðin til að stækka hreyfinguna og fjölga liðum." Það verður einnig sérstök umspilskeppni milli eins liðs úr efstu deild og þriggja liða úr 1. deildinni um sæti í úrvalsdeildinni og telur Einar að það verði einnig til bóta. „Það gefur fleiri liðum möguleika á að vinna sér sæti í efstu deild og um leið að finna fyrir þeim styrkleika sem þarf til að keppa í úrvalsdeildinni. Það er alveg ljóst að 1. deildin í vetur var nokkuð góð. Lið eins og Víkingur og FH, sem unnu sér sæti í úrvalsdeildinni í vor, náðu að byggja sig þar upp til að komast upp í úrvalsdeildina. Það er sú þróun sem við viljum sjá í framtíðinni." Þá voru einnig lagabreytingar samþykktar á þinginu sem veitir stjórn HSÍ meiri völd en hún hefur áður haft. „Regluverkið sem var fyrir í gömlu lögunum verður áfram undirstaðan í það umhverfi sem við förum í nú. En stjórnin hefur nú möguleika á að takast á við ákveðin vandamál sem kunna að koma upp. Hún hefur ákveðin völd hvað varðar umgjörð og fleira í þeim dúr. Þetta verður því sveigjanlegra og þarf því ekki alltaf að bíða fram á næsta þing til að fá ákveðnar breytingar í gegn." „Sömuleiðis er það alveg ljóst að þetta auðveldar mönnum að dæma stjórnina af verkum sínum." Guðmundur Ágúst Ingvarsson var í dag endurkjörinn formaður HSÍ til eins árs en hann hefur ákveðið að það kjörtímabil verði hans síðasta. Einar hefur þó ekkert hugleitt hvort hann hafi áhuga á að taka við af hans starfi. „Maður lifir dag fyrir dag í því starfi sem ég er í núna enda oft mjög mikið að gera. Ég er því ekki að velta því mikið fyrir mér í dag." Íslenski handboltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira
Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, segir að úrslitakeppnin sé komin til að vera í íslenskum handbolta. Tillaga stjórnar HSÍ um að taka upp fjögurra liða úrslitakeppni í efstu deildum karla og kvenna var samþykkt á ársþingi HSÍ í dag. „Þessi tilllaga stjórnarinnar verður til eftir formannafund félaganna og byggir hún á niðurstöðu þess fundar. Þetta var hljóðið í hreyfingunni," sagði Einar í samtali við Vísi í dag. „Ég held að það sé klárt að úrslitakeppnin sé komin til að vera í íslenskum handbolta. Þetta á að vera framtíðarlausnin." Fjögur efstu liðin í deildunum keppa í úrslitakeppninni en liðum verður ekki fjölgað í efstu deildinni. „Það verða að vera tvær deildir áfram til að fá nýliðun. Það er leiðin til að stækka hreyfinguna og fjölga liðum." Það verður einnig sérstök umspilskeppni milli eins liðs úr efstu deild og þriggja liða úr 1. deildinni um sæti í úrvalsdeildinni og telur Einar að það verði einnig til bóta. „Það gefur fleiri liðum möguleika á að vinna sér sæti í efstu deild og um leið að finna fyrir þeim styrkleika sem þarf til að keppa í úrvalsdeildinni. Það er alveg ljóst að 1. deildin í vetur var nokkuð góð. Lið eins og Víkingur og FH, sem unnu sér sæti í úrvalsdeildinni í vor, náðu að byggja sig þar upp til að komast upp í úrvalsdeildina. Það er sú þróun sem við viljum sjá í framtíðinni." Þá voru einnig lagabreytingar samþykktar á þinginu sem veitir stjórn HSÍ meiri völd en hún hefur áður haft. „Regluverkið sem var fyrir í gömlu lögunum verður áfram undirstaðan í það umhverfi sem við förum í nú. En stjórnin hefur nú möguleika á að takast á við ákveðin vandamál sem kunna að koma upp. Hún hefur ákveðin völd hvað varðar umgjörð og fleira í þeim dúr. Þetta verður því sveigjanlegra og þarf því ekki alltaf að bíða fram á næsta þing til að fá ákveðnar breytingar í gegn." „Sömuleiðis er það alveg ljóst að þetta auðveldar mönnum að dæma stjórnina af verkum sínum." Guðmundur Ágúst Ingvarsson var í dag endurkjörinn formaður HSÍ til eins árs en hann hefur ákveðið að það kjörtímabil verði hans síðasta. Einar hefur þó ekkert hugleitt hvort hann hafi áhuga á að taka við af hans starfi. „Maður lifir dag fyrir dag í því starfi sem ég er í núna enda oft mjög mikið að gera. Ég er því ekki að velta því mikið fyrir mér í dag."
Íslenski handboltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira