Kung Fu í styttri útgáfu 2. október 2008 07:00 Páll Óskar Hjálmtýsson Einn mesti kvikmyndasafnari landsins. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík stendur nú sem hæst og er að sönnu mikið um dýrðir. Í kvöld verður sérlegur viðburður á vegum hátíðarinnar í Bæjarbíói í Hafnarfirði þar sem tónlistarmaðurinn ástsæli, Páll Óskar Hjálmtýsson, sýnir úrval af klassískum Kung Fu-myndum frá áttunda áratug síðustu aldar. Myndirnar eru allar sýndar af 8mm spólum sem eru ýmsum tæknilegum takmörkunum háðar, og voru myndirnar því styttar niður í átta mínútna lengd hver og það án samþykkis leikstjóra. Upplifunin af hverri mynd er því dálítið eins og að horfa á afar langa kvikmyndastiklu. Meðal þeirra mynda sem sýndar verða í þessu sérstaka og stytta formi eru gæðaafurðir á borð við Fists of the Double K, The Hong Kong Connection, Godfathers of Hong Kong, Thunder Kick og Enter the Dragon. Svangir geta mætt galvaskir á svæðið þar sem að pylsa og gos fylgir með í miðaverði sýningarinnar, auk þess sem hægt verður að kaupa popp á staðnum. Sýningin hefst í Bæjarbíói í Hafnarfirði kl. 21 í kvöld. Fríar sætaferðir fyrir Reykvíkinga sem vilja spara sér bensín verða frá bókabúðinni Iðu í Lækjargötu kl. 20. -vþ Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Vrúmm, vrúmm... vrúmm? Gagnrýni Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík stendur nú sem hæst og er að sönnu mikið um dýrðir. Í kvöld verður sérlegur viðburður á vegum hátíðarinnar í Bæjarbíói í Hafnarfirði þar sem tónlistarmaðurinn ástsæli, Páll Óskar Hjálmtýsson, sýnir úrval af klassískum Kung Fu-myndum frá áttunda áratug síðustu aldar. Myndirnar eru allar sýndar af 8mm spólum sem eru ýmsum tæknilegum takmörkunum háðar, og voru myndirnar því styttar niður í átta mínútna lengd hver og það án samþykkis leikstjóra. Upplifunin af hverri mynd er því dálítið eins og að horfa á afar langa kvikmyndastiklu. Meðal þeirra mynda sem sýndar verða í þessu sérstaka og stytta formi eru gæðaafurðir á borð við Fists of the Double K, The Hong Kong Connection, Godfathers of Hong Kong, Thunder Kick og Enter the Dragon. Svangir geta mætt galvaskir á svæðið þar sem að pylsa og gos fylgir með í miðaverði sýningarinnar, auk þess sem hægt verður að kaupa popp á staðnum. Sýningin hefst í Bæjarbíói í Hafnarfirði kl. 21 í kvöld. Fríar sætaferðir fyrir Reykvíkinga sem vilja spara sér bensín verða frá bókabúðinni Iðu í Lækjargötu kl. 20. -vþ
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Vrúmm, vrúmm... vrúmm? Gagnrýni Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira