Breski harðjaxlinn Jason Statham hefur samþykkt að leika í næstu mynd Sylvester Stallone, The Expendables. Stallone mun leika aðalhlutverkið í myndinni, leikstýra henni og skrifa handritið. Líklega mun slagsmálahundurinn Jet Li einnig leika í myndinni.
Fjallar hún um þrjá málaliða sem ferðast til Suður-Ameríku til að frelsa þjóð frá miskunnarlausum einræðisherra. Tökur fara fram á Kosta Ríka og í Louisiana í febrúar. The Expandables er hluti af tveggja mynda samningi sem Stallone gerði við fyrirtækið Nu Image/Millenium. Talið er að síðari myndin fjalli um enn eitt ævintýri Johns Rambo.
