Handbolti

Ragnar hættur með Stjörnuna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ragnar Hermannsson.
Ragnar Hermannsson. Mynd/Arnþór

Ragnar Hermannsson hefur látið af störfum sem þjálfari Stjörnunnar sem er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar í N1-deild kvenna.

Fram kemur á heimasíðu Stjörnunnar að stjórn handknattleiksdeildar félagsins hafi undanfarna daga reynt að telja Ragnari hughvarf en að það hafi ekki borið árangur.

„Stjórnin tekur fram að hún hefur borið fullt traust til Ragnars, kveður hann með eftirsjá og óskar honum velfarnaðar um leið og hún þakkar honum frábær störf í þágu Stjörnunnar. Tilkynnt verður um nýjan þjálfara í stað Ragnars Hermannssonar áður en meistaraflokkur kvenna mætir Gróttu á Seltjarnarnesi á laugardag kl. 16," segir á heimasíðu Stjörnunnar.

Ragnar sagði í samtali við mbl.is að árangur liðsins væri ekki viðunandi.

„Þegar maður hefur það á tilfinningunni að vera með í höndunum sjálfspilandi lið sem þarf enga þjálfun þá finnst manni frekar dapurt að kreista út taktíska sigra á móti einhverjum ömurlegum liðum," sagði Ragnar.

Hann hefur verið þjálfari Stjörnunnar í fjögur ár en lengst af í samstarfi við Aðalstein Eyjólfsson sem tók við Fylki nú í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×