Nú rannsókn gefur til kynna að hinn dularfulli staður Stonehenge á Englandi hafi verið grafreitur til forna.
Fyrstu grafirnar þar hafi voru teknar í kringum 3000 fyrir Krist og var staðurinn notaður sem grafreitur í að minnsta kosti 500 ár þar á eftir.
Talið er að innan steinhringsins sé að finna 240 grafir og að öll líkin í þeim hafi verið brennd áður en þau voru jörðuð.
Sjálf bygging steinhringins og markmiðið með honum eru hinsvegar enn óleyst gáta.