Gengi krónunnar hefur lítið breyst frá í gær í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans að halda stýrivöxtum óbreyttum í 15,5 prósentum.
Gengisvísitala krónunnar stendur í 159,1 stigi.
Einn bandaríkjadalur kostar 78,5 krónur, ein evra kostar 124,7 íslenskar krónur og ein dönsk króna kostar 16,7 íslenskar. Þá stendur breska pundið í 155,9 íslenskum krónum.