Fleiri skrímsli frá del Toro 31. júlí 2008 06:00 Sérfræðingur í Skrímslum Del Toro tekur að sér meiri hrylling. Guillermo del Toro, leikstjóri og framleiðandi mynda eins og Hellboy, Laberinto del fauno, eða Pan's Labyrinth, og The Orphanage hefur tekið að sér að framleiða endurgerð hryllings-sjónvarpsmyndarinnar Don't Be Afraid of the Dark. Teiknimyndahöfundurinn og teiknarinn Troy Nixey leikstýrir, en það er hans fyrsta leikstjórnarverkefni. „Það hefur alltaf verið draumur minn að vinna með Guillermo, hann er uppáhalds kvikmyndagerðarmaðurinn minn," sagði Nixey. Don't Be Afraid of the Dark fjallar um litla stelpu sem er send til föður síns og nýrrar kærustu hans. Þar finnur hún undarlegar verur undir stiganum og brátt reyna þær hvað þær geta að draga hana inn í myrkrið. Miðað við stíl del Toro má búast við verum sem eru engum öðrum líkar, líkt og „handaskrímslið" í Laberinto del fauno. Myndin hefur áður verið gerð undir nafninu Nightmare. Framleiðsla nýju myndarinnar er á byrjunarstigi og gætu því fleiri framleiðendur bæst í hópinn. Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Guillermo del Toro, leikstjóri og framleiðandi mynda eins og Hellboy, Laberinto del fauno, eða Pan's Labyrinth, og The Orphanage hefur tekið að sér að framleiða endurgerð hryllings-sjónvarpsmyndarinnar Don't Be Afraid of the Dark. Teiknimyndahöfundurinn og teiknarinn Troy Nixey leikstýrir, en það er hans fyrsta leikstjórnarverkefni. „Það hefur alltaf verið draumur minn að vinna með Guillermo, hann er uppáhalds kvikmyndagerðarmaðurinn minn," sagði Nixey. Don't Be Afraid of the Dark fjallar um litla stelpu sem er send til föður síns og nýrrar kærustu hans. Þar finnur hún undarlegar verur undir stiganum og brátt reyna þær hvað þær geta að draga hana inn í myrkrið. Miðað við stíl del Toro má búast við verum sem eru engum öðrum líkar, líkt og „handaskrímslið" í Laberinto del fauno. Myndin hefur áður verið gerð undir nafninu Nightmare. Framleiðsla nýju myndarinnar er á byrjunarstigi og gætu því fleiri framleiðendur bæst í hópinn.
Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira