Ekkert lið betur í stakk búið til að takast á við áföll Elvar Geir Magnússon skrifar 22. apríl 2008 11:45 Íslandsmeistarar Vals hafa misst tvo lykilmenn í langtímameiðsli í þessum mánuði. Komið er í ljós að Guðný Björk Óðinsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Vals, er með slitið krossband og því ljóst að hún getur ekki leikið á komandi tímabili. Guðný á þrettán A-landsleiki að baki og er þetta mikið áfall fyrir Valsliðið sem hefur því misst tvo lykilmenn í langtímameiðsli á skömmum tíma. Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir sleit hásin í upphafi mánaðarins. „Því er ekki að neita að meiðslin eru töluvert áfall fyrir liðið og ekki síst einstaklingana," sagði Freyr Alexandersson, annar þjálfari Valsliðsins, í samtali við Vísi í morgun. „Þetta eru erfið meiðsl sem að Guðný og Guðbjörg hafa lent í með tveggja vikna milli bili, meiðsli sem halda þeim lengi frá knattspyrnuvellinum en við tökumst á við þessi áföll í sameiningu og vinnu úr þessum vandamálum saman." Valur er nú í leit að markverði. „Það er gríðalega erfitt að ætla að fylla skörð Guðbjargar og Guðnýjar. Báðir þessir leikmenn eru miklir karakterar, fyrir utan það að þær eru báðar leikmenn á heimsmælikvarða og hornsteinar í liðinu hvor á sinn hátt. Við munum bæta við okkur markverði, það er ómögulegt að vera með einn markvörð í ljósi þeirra verkefna sem eru framundan," sagði Freyr. „Ég veit ekki um neitt lið sem er betur í stakk búið að takast á við þessi áföll sem við erum að takast á við. Við erum með marga frábæra leikmenn í okkar röðum og við ætlumst til þess að þeim að stíga upp og taka ábyrgð sem aldrei fyrr." Valur mætir Breiðabliki í kvöld í undanúrslitum Lengjubikarsins. Leikurinn verður í Kórnum og hefst klukkan 19. „Standið á hópnum hefur verið betra en þetta er allt að koma. Sif Atladóttir er á góðu róli í sinni endurhæfingu eftir liðþófa aðgerð og þær sem að hafa átt við minniháttar meiðsl eru að koma til baka hægt og rólega, við förum varlega í þessum efnum og flýtum okkur hægt. Þær stelpur sem að spila leikinn í kvöld eru tilbúnar og ég efast ekki um það að þær haldi áfram að nýta sín tækifæri til þess að sanna sig," sagði Freyr að lokum. Í hinum undanúrslitaleik Lengjubikarsins mætast KR og Stjarnan á KR-velli klukkan 18. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ Sjá meira
Komið er í ljós að Guðný Björk Óðinsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Vals, er með slitið krossband og því ljóst að hún getur ekki leikið á komandi tímabili. Guðný á þrettán A-landsleiki að baki og er þetta mikið áfall fyrir Valsliðið sem hefur því misst tvo lykilmenn í langtímameiðsli á skömmum tíma. Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir sleit hásin í upphafi mánaðarins. „Því er ekki að neita að meiðslin eru töluvert áfall fyrir liðið og ekki síst einstaklingana," sagði Freyr Alexandersson, annar þjálfari Valsliðsins, í samtali við Vísi í morgun. „Þetta eru erfið meiðsl sem að Guðný og Guðbjörg hafa lent í með tveggja vikna milli bili, meiðsli sem halda þeim lengi frá knattspyrnuvellinum en við tökumst á við þessi áföll í sameiningu og vinnu úr þessum vandamálum saman." Valur er nú í leit að markverði. „Það er gríðalega erfitt að ætla að fylla skörð Guðbjargar og Guðnýjar. Báðir þessir leikmenn eru miklir karakterar, fyrir utan það að þær eru báðar leikmenn á heimsmælikvarða og hornsteinar í liðinu hvor á sinn hátt. Við munum bæta við okkur markverði, það er ómögulegt að vera með einn markvörð í ljósi þeirra verkefna sem eru framundan," sagði Freyr. „Ég veit ekki um neitt lið sem er betur í stakk búið að takast á við þessi áföll sem við erum að takast á við. Við erum með marga frábæra leikmenn í okkar röðum og við ætlumst til þess að þeim að stíga upp og taka ábyrgð sem aldrei fyrr." Valur mætir Breiðabliki í kvöld í undanúrslitum Lengjubikarsins. Leikurinn verður í Kórnum og hefst klukkan 19. „Standið á hópnum hefur verið betra en þetta er allt að koma. Sif Atladóttir er á góðu róli í sinni endurhæfingu eftir liðþófa aðgerð og þær sem að hafa átt við minniháttar meiðsl eru að koma til baka hægt og rólega, við förum varlega í þessum efnum og flýtum okkur hægt. Þær stelpur sem að spila leikinn í kvöld eru tilbúnar og ég efast ekki um það að þær haldi áfram að nýta sín tækifæri til þess að sanna sig," sagði Freyr að lokum. Í hinum undanúrslitaleik Lengjubikarsins mætast KR og Stjarnan á KR-velli klukkan 18.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ Sjá meira