Öll átta liðin frá Englandi og Spáni sem tóku þátt í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu komust áfram í sextán liða úrslit keppninnar. Er þetta í fyrsta skipti sem það gerist.
Þrátt fyrir að riðlakeppninni ljúki í kvöld er þegar ljóst hvaða lið verða í pottinum þegar dregið verður í sextán liða úrslitin.
England og Spánn eru með fjóra fulltrúa hvor þjóð og þá eru þrjú ítölsk lið.
Hér að neðan má sjá þau lið sem verða í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en dregið verður á föstudaginn í næstu viku:
England:
Arsenal
Chelsea
Liverpool
Manchester United
Spánn:
Atletico Madrid
Barcelona
Real Madrid
Villareal
Ítalía:
Inter
Juventus
Roma
Portúgal:
Sporting Lissabon
Porto
Grikkland:
Panathinaikos
Frakkland:
Lyon
Þýskaland:
Bayern München