Að kenna gömlum hundi að sitja 24. nóvember 2008 06:30 Langt er síðan ríkisstjórninni var gerð grein fyrir að íslenskir bankar væru orðnir alltof stórir og skuldsettir fyrir íslenskt samfélag. Fyrir lá fjöldi viðvarana, sem voru algjörlega hunsaðar. Forystumenn þjóðarinnar voru alltof önnum kafnir við að ferðast með einkaþotum heimshornanna á milli, jafnvel í boði útrásargreifanna. Afleiðingin er sú að nú þarf þjóðin að taka á sig 700 milljarða króna neyðarlán frá alþjóðasamfélaginu, vegna hins algjöra dugleysis og ráðaleysis sem ríkisstjórnin hefur sýnt í viðbrögðum sínum við þeirri kreppu sem dunið hefur yfir. Samkomulagið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn felur í sér að ríkisstjórnin ætlar að halda áfram að reiða sig á krónuna, sem flestir telja handónýta, án þess að það komi sérstaklega fram hvernig þeir ætla að gera það. Nefnt er mikilvægi stöðugleika, vextir verði hækkaðir enn meira, gjaldeyrishöftum beitt og já, bankar eiga ekki lengur að fá lán frá Seðlabankanum. Síðan segir í viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar: „...Þetta mun gera okkur kleift að slaka á hömlum á lánveitingum Seðlabankans og smám saman reiða okkur aftur á stýrivexti sem aðalstjórntæki peningamála innan ramma sveigjanlegrar gengisstefnu. Í þessu efni reiknum við með að krónan styrkist fljótt og að verðbólga á ársgrundvelli verði komin í 4,5% við lok ársins 2009 og að krónan styrkist enn frekar og verðbólgan haldi áfram að hjaðna árið 2010." Hljómar þetta ekki ansi kunnuglega? Hversu oft höfum við ekki heyrt ríkisstjórnina, seðlabankann og greiningardeildirnar tala svona? Og enn hljómar platan, - þrátt fyrir að margir af okkar virtustu hagfræðingum segi að stjórnun peningamála með stýrivöxtum samhliða sveigjanlegri gengisstefnu gangi ekki fyrir þetta pínulitla myntkerfi okkar. Það getur nefnilega verið erfitt að kenna gömlum hundi að sitja. Það eina sem þessi ríkisstjórnarhundur virðist kunna, er að leggjast á bakið og þykjast vera dauður. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Sjá meira
Langt er síðan ríkisstjórninni var gerð grein fyrir að íslenskir bankar væru orðnir alltof stórir og skuldsettir fyrir íslenskt samfélag. Fyrir lá fjöldi viðvarana, sem voru algjörlega hunsaðar. Forystumenn þjóðarinnar voru alltof önnum kafnir við að ferðast með einkaþotum heimshornanna á milli, jafnvel í boði útrásargreifanna. Afleiðingin er sú að nú þarf þjóðin að taka á sig 700 milljarða króna neyðarlán frá alþjóðasamfélaginu, vegna hins algjöra dugleysis og ráðaleysis sem ríkisstjórnin hefur sýnt í viðbrögðum sínum við þeirri kreppu sem dunið hefur yfir. Samkomulagið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn felur í sér að ríkisstjórnin ætlar að halda áfram að reiða sig á krónuna, sem flestir telja handónýta, án þess að það komi sérstaklega fram hvernig þeir ætla að gera það. Nefnt er mikilvægi stöðugleika, vextir verði hækkaðir enn meira, gjaldeyrishöftum beitt og já, bankar eiga ekki lengur að fá lán frá Seðlabankanum. Síðan segir í viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar: „...Þetta mun gera okkur kleift að slaka á hömlum á lánveitingum Seðlabankans og smám saman reiða okkur aftur á stýrivexti sem aðalstjórntæki peningamála innan ramma sveigjanlegrar gengisstefnu. Í þessu efni reiknum við með að krónan styrkist fljótt og að verðbólga á ársgrundvelli verði komin í 4,5% við lok ársins 2009 og að krónan styrkist enn frekar og verðbólgan haldi áfram að hjaðna árið 2010." Hljómar þetta ekki ansi kunnuglega? Hversu oft höfum við ekki heyrt ríkisstjórnina, seðlabankann og greiningardeildirnar tala svona? Og enn hljómar platan, - þrátt fyrir að margir af okkar virtustu hagfræðingum segi að stjórnun peningamála með stýrivöxtum samhliða sveigjanlegri gengisstefnu gangi ekki fyrir þetta pínulitla myntkerfi okkar. Það getur nefnilega verið erfitt að kenna gömlum hundi að sitja. Það eina sem þessi ríkisstjórnarhundur virðist kunna, er að leggjast á bakið og þykjast vera dauður. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun