Gott hjá Þórunni, en … Ögmundur Jónasson skrifar 5. ágúst 2008 10:38 Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hefur fengið lof fyrir þá ákvörðun sína að fram skuli fara heildstætt umhverfismat fyrir alla þætti sem snúa að því að reisa álver á Bakka við Húsavík. Áður hafði ráðherrann fengið gagnrýni fyrir að láta ekki slíkt mat fara fram á samsvarandi framkvæmd í Helguvík á Reykjanesi. Hvort tveggja, lofið og gagnrýnina, tek ég undir. Að sjálfsögðu er annað fráleitt en að fram fari mat á því samtímis hverjar afleiðingar það hefði fyrir umhverfið að reisa verksmiðju, virkja orkuna til að knýja hana og flytja rafmagnið frá virkjun til verksmiðju. Enda þótt almennt sé viðurkennt að þetta séu eðlileg vinnubrögð, þá hefur það ekki farið framhjá neinum að hörðustu virkjunarsinnum þyki slæmt að slík heildstæð skoðun fari fram - tala um ónauðsynlegar tafir. Samráðherrar Þórunnar, bæði úr Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu, lýsa því yfir að álver verði byggt á Bakka hvað sem tautar og raular. Bera í besta lagi í bætifláka fyrir umhverfisráðherra með því að segja að Þórunn sé að sinna nauðsynlegum formsatriðum. Gagnrýnin á umhverfisráðherra þykir mér ekki byggja á haldbærum rökum. En hvers vegna efasemdarfyrirvarinn sem ýjað er að í fyrirsögn þessa greinarkorns? Á umhverfisráðherranum sjálfum er nefnilega svo að skilja að heildstætt umhverfismat muni ekki breyta neinu, að í huga hennar sjálfrar sé fyrst og fremst um formasatriði að ræða, sbr. eftirfarandi ummæli í Sjónvarpsfréttum 1. ágúst um þessa ákvörðun: „Það þýðir auðvitað að það bætast við einhverjar vikur, mánuðir í ferlinu en fyrir svo stórt verkefni sem í raun á að líta dagsins ljós árið 2012 líklega, þá skipta nokkrar vikur eða mánuðir á þessari stundu ekki öllu máli." Þarna tel ég hins vegar að stóriðjusinnar hafi nokkuð til síns máls þegar þeir segja að heildstætt mat valdi töfum og auki á óvissu; óvissu um að álver verði reist á Bakka. En það er jákvætt í augum okkar sem teljum frekara umhverfisrask í þágu fjölþjóðlegra álrisa hið mesta glapræði. Einnig í efnahagslegu tilliti.Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hefur fengið lof fyrir þá ákvörðun sína að fram skuli fara heildstætt umhverfismat fyrir alla þætti sem snúa að því að reisa álver á Bakka við Húsavík. Áður hafði ráðherrann fengið gagnrýni fyrir að láta ekki slíkt mat fara fram á samsvarandi framkvæmd í Helguvík á Reykjanesi. Hvort tveggja, lofið og gagnrýnina, tek ég undir. Að sjálfsögðu er annað fráleitt en að fram fari mat á því samtímis hverjar afleiðingar það hefði fyrir umhverfið að reisa verksmiðju, virkja orkuna til að knýja hana og flytja rafmagnið frá virkjun til verksmiðju. Enda þótt almennt sé viðurkennt að þetta séu eðlileg vinnubrögð, þá hefur það ekki farið framhjá neinum að hörðustu virkjunarsinnum þyki slæmt að slík heildstæð skoðun fari fram - tala um ónauðsynlegar tafir. Samráðherrar Þórunnar, bæði úr Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu, lýsa því yfir að álver verði byggt á Bakka hvað sem tautar og raular. Bera í besta lagi í bætifláka fyrir umhverfisráðherra með því að segja að Þórunn sé að sinna nauðsynlegum formsatriðum. Gagnrýnin á umhverfisráðherra þykir mér ekki byggja á haldbærum rökum. En hvers vegna efasemdarfyrirvarinn sem ýjað er að í fyrirsögn þessa greinarkorns? Á umhverfisráðherranum sjálfum er nefnilega svo að skilja að heildstætt umhverfismat muni ekki breyta neinu, að í huga hennar sjálfrar sé fyrst og fremst um formasatriði að ræða, sbr. eftirfarandi ummæli í Sjónvarpsfréttum 1. ágúst um þessa ákvörðun: „Það þýðir auðvitað að það bætast við einhverjar vikur, mánuðir í ferlinu en fyrir svo stórt verkefni sem í raun á að líta dagsins ljós árið 2012 líklega, þá skipta nokkrar vikur eða mánuðir á þessari stundu ekki öllu máli." Þarna tel ég hins vegar að stóriðjusinnar hafi nokkuð til síns máls þegar þeir segja að heildstætt mat valdi töfum og auki á óvissu; óvissu um að álver verði reist á Bakka. En það er jákvætt í augum okkar sem teljum frekara umhverfisrask í þágu fjölþjóðlegra álrisa hið mesta glapræði. Einnig í efnahagslegu tilliti.Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar