Nagli Benedikts til Svíþjóðar 18. júlí 2008 06:00 Stuttmyndin Naglinn hefur verið valin í aðalkeppni Nordisk Panorama. Stuttmyndin Naglinn, í leikstjórn Benedikts Erlingssonar, hefur verið valin í aðalkeppni Nordisk Panorama-kvikmyndahátíðarinnar sem haldin verður í Svíþjóð í haust. Hátíðin er sérstaklega ætluð heimildar- og stuttmyndum og komust tvær íslenskar stuttmyndir inn í aðalkeppnina í ár. Framleiðendur myndarinnar eru þeir Örn Marinó Arnarson og Þorkell Harðarson sem saman reka fyrirtækið Merkell. „Við funduðum með Benedikt í fyrra og ætluðum að framleiða fyrstu myndina hans, Takk fyrir hjálpið, en hún endaði hjá öðrum framleiðanda. Við fengum svo veður af Naglanum og leist ljómandi vel á handritið og ákváðum að framleiða hana," segir Þorkell um upphafið á samstarfinu við Benedikt. „Það eru stórleikarar í næstum öllum hlutverkum myndarinnar og tónlistarkonan vinsæla, Ragnhildur Gísladóttir, semur tónlistina fyrir hana." Benedikt Erlingsson, leikari og leikstjóri myndarinnar, segir að hægt sé að skilja myndina á marga vegu en að í stuttu máli fjalli hún um dauða og kynlíf eins og allar góðar sögur. „Ég vil helst ekki segja of mikið, en sagan er um mann sem verður fyrir slysi og í kjölfar þess leysast úr læðingi innra með honum áður óþekkt öfl," segir Benedikt, en hann er jafnframt höfundur handritsins. Þrjár íslenskar heimildarmyndir voru einnig valdar til að taka þátt í hátíðinni og er heimildarmyndin Kjötborg þar á meðal. - sm Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Stuttmyndin Naglinn, í leikstjórn Benedikts Erlingssonar, hefur verið valin í aðalkeppni Nordisk Panorama-kvikmyndahátíðarinnar sem haldin verður í Svíþjóð í haust. Hátíðin er sérstaklega ætluð heimildar- og stuttmyndum og komust tvær íslenskar stuttmyndir inn í aðalkeppnina í ár. Framleiðendur myndarinnar eru þeir Örn Marinó Arnarson og Þorkell Harðarson sem saman reka fyrirtækið Merkell. „Við funduðum með Benedikt í fyrra og ætluðum að framleiða fyrstu myndina hans, Takk fyrir hjálpið, en hún endaði hjá öðrum framleiðanda. Við fengum svo veður af Naglanum og leist ljómandi vel á handritið og ákváðum að framleiða hana," segir Þorkell um upphafið á samstarfinu við Benedikt. „Það eru stórleikarar í næstum öllum hlutverkum myndarinnar og tónlistarkonan vinsæla, Ragnhildur Gísladóttir, semur tónlistina fyrir hana." Benedikt Erlingsson, leikari og leikstjóri myndarinnar, segir að hægt sé að skilja myndina á marga vegu en að í stuttu máli fjalli hún um dauða og kynlíf eins og allar góðar sögur. „Ég vil helst ekki segja of mikið, en sagan er um mann sem verður fyrir slysi og í kjölfar þess leysast úr læðingi innra með honum áður óþekkt öfl," segir Benedikt, en hann er jafnframt höfundur handritsins. Þrjár íslenskar heimildarmyndir voru einnig valdar til að taka þátt í hátíðinni og er heimildarmyndin Kjötborg þar á meðal. - sm
Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira