Handbolti

Stjarnan með fullt hús

Stjarnan er með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir í N1 deild kvenna í handbolta. Atli Hilmarsson stýrði liðinu í fyrsta skipti í dag þegar liðið vann sigur á Gróttu 28-18.

Þorgerður Anna Atladóttir var markahæst í liði Stjörnunnar með 6 mörk í dag, Alina Petrache skoraði 5 mörk og þær Sólveig Kjærnested og Birgin Engel 4 hvor. Aukse Vysniauskaite, Arndís Erlingsdóttir og Anett Köbli skoruðu 4 mörk hver fyrir Gróttu.

Haukar unnu sigur á HK í Digranesi 35-29 þar sem Pavla Kulíkova skoraði 9 mörk fyrir HK og Jóna Halldórsdóttir 7, en Ester Óskarsdóttir skoraði 10 mörk fyrir Hauka og Nína Arnfinnsdóttir 9.

Valsstúlkur unnu nauman sigur á Fram 22-21. Ágústa Edda Björnsdóttir skoraði 7 mörk fyrir Val en Sigurbjörg Jóhannsdóttir skoraði 10 mörk fyrir Fram.

Þá FH sigur á Fylki á útivelli 28-23. Sunna Jónsdóttir skoraði 6 mörk fyrir Fylki en Guðrún Helga Tryggvadóttir skoraði 7 mörk fyrir FH og þær Ragnhildur Guðmundsdóttir og Hafdís Hinriksdóttir 6 hvor.

Stjarnan hefur unnið alla þrjá leiki sína og er á toppi deildarinnar með 6 stig, en þar á eftir koma Haukar og Valur með 4 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×