Fylkir mætir liði FK Riga frá Lettlandi í seinni leik þessara liða í fyrstu umferð Intertoto-keppninnar í dag. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst klukkan 16:00.
Fylkir er í lykilstöðu eftir að hafa unnið útileikinn 2-1. Leifur Garðarsson, þjálfari liðsins, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem birt var á vefsíðunni gras.is.
Leifur stillir upp í leikkerfið 4-4-1-1 og gerir hann tvær breytingar frá því í leiknum ytra. Jóhann Þórhallsson og Ólafur Stígsson koma inn í liðið fyrir Björn Orra Hermannsson og Allan Dyring.
Byrjunarlið Fylkis í dag (4-4-1-1):
Fjalar Þorgeirsson
Guðni Rúnar Helgason
Þórir Hannesson
Kristján Valdimarsson
Kjartan Ágúst Breiðdal
Hermann Aðalgeirsson
Ólafur Stígsson
Valur Fannar Gíslason
Peter Gravesen
Halldór Hilmisson
Jóhann Þórhallsson