Ný íslensk brettamynd í bíó 29. júlí 2008 06:00 Pétri finnst ótrúlega gaman að gera brettamyndir. Getting There, ný íslensk snjóbrettamynd, verður sýnd klukkan sex í Laugarásbíói í dag. Pétur Kristján Guðmundsson stendur að myndinni. „Ég fór út í nóvember á síðasta ári með félaga mínum sem hafði farið aðeins áður. Ég fór út með kameruna mína og snjóbrettið mitt. Svo voru tveir sem Addi (Arnþór Tryggvason) var búinn að kynnast þarna, Finni og Norðmaður sem heita Juhana Pirnes og Torgeir Norkild. Við fjórir urðum alveg geðveikt góðir vinir og tókum upp brettamynd. Það verður gerð önnur held ég, mér finnst þetta svo gaman, ég get ekki hætt þessu. Þótt þetta sé alveg ógeðslega mikil vinna, sérstaklega að klippa. Mikið af kaffi." Pétur hefur stundað snjóbretti í tíu ár. „Ég var alveg fastur frá fyrsta degi. Svo þegar snjórinn hætti að koma á Íslandi þá flutti ég út." Pétur hefur ekki gert kvikmynd áður, en er með sveinspróf í húsasmíði. „Ég gerði bara smá vídeó fyrir um þremur árum. Það var bara til gamans gert en þessi var stærri, betri og skemmtilegri." Er einhver sérstök tækni við að taka svona upp? „Það er bara eitthvað sem maður lærir. Ég hef ekki farið í neitt nám út af þessu. Eftir því sem þú gerir meira þá sérðu að þú verður að hafa gott hugmyndaflug. Skot getur verið ömurlegt frá einu sjónarhorni en geðveikt frá öðru. Ég er að pæla að fara kannski í eitthvað nám, en ég veit það ekki." Frítt er inn á sýninguna. Einnig verður sýnd ný Burton-mynd. - kbs Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Getting There, ný íslensk snjóbrettamynd, verður sýnd klukkan sex í Laugarásbíói í dag. Pétur Kristján Guðmundsson stendur að myndinni. „Ég fór út í nóvember á síðasta ári með félaga mínum sem hafði farið aðeins áður. Ég fór út með kameruna mína og snjóbrettið mitt. Svo voru tveir sem Addi (Arnþór Tryggvason) var búinn að kynnast þarna, Finni og Norðmaður sem heita Juhana Pirnes og Torgeir Norkild. Við fjórir urðum alveg geðveikt góðir vinir og tókum upp brettamynd. Það verður gerð önnur held ég, mér finnst þetta svo gaman, ég get ekki hætt þessu. Þótt þetta sé alveg ógeðslega mikil vinna, sérstaklega að klippa. Mikið af kaffi." Pétur hefur stundað snjóbretti í tíu ár. „Ég var alveg fastur frá fyrsta degi. Svo þegar snjórinn hætti að koma á Íslandi þá flutti ég út." Pétur hefur ekki gert kvikmynd áður, en er með sveinspróf í húsasmíði. „Ég gerði bara smá vídeó fyrir um þremur árum. Það var bara til gamans gert en þessi var stærri, betri og skemmtilegri." Er einhver sérstök tækni við að taka svona upp? „Það er bara eitthvað sem maður lærir. Ég hef ekki farið í neitt nám út af þessu. Eftir því sem þú gerir meira þá sérðu að þú verður að hafa gott hugmyndaflug. Skot getur verið ömurlegt frá einu sjónarhorni en geðveikt frá öðru. Ég er að pæla að fara kannski í eitthvað nám, en ég veit það ekki." Frítt er inn á sýninguna. Einnig verður sýnd ný Burton-mynd. - kbs
Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira