Ný íslensk brettamynd í bíó 29. júlí 2008 06:00 Pétri finnst ótrúlega gaman að gera brettamyndir. Getting There, ný íslensk snjóbrettamynd, verður sýnd klukkan sex í Laugarásbíói í dag. Pétur Kristján Guðmundsson stendur að myndinni. „Ég fór út í nóvember á síðasta ári með félaga mínum sem hafði farið aðeins áður. Ég fór út með kameruna mína og snjóbrettið mitt. Svo voru tveir sem Addi (Arnþór Tryggvason) var búinn að kynnast þarna, Finni og Norðmaður sem heita Juhana Pirnes og Torgeir Norkild. Við fjórir urðum alveg geðveikt góðir vinir og tókum upp brettamynd. Það verður gerð önnur held ég, mér finnst þetta svo gaman, ég get ekki hætt þessu. Þótt þetta sé alveg ógeðslega mikil vinna, sérstaklega að klippa. Mikið af kaffi." Pétur hefur stundað snjóbretti í tíu ár. „Ég var alveg fastur frá fyrsta degi. Svo þegar snjórinn hætti að koma á Íslandi þá flutti ég út." Pétur hefur ekki gert kvikmynd áður, en er með sveinspróf í húsasmíði. „Ég gerði bara smá vídeó fyrir um þremur árum. Það var bara til gamans gert en þessi var stærri, betri og skemmtilegri." Er einhver sérstök tækni við að taka svona upp? „Það er bara eitthvað sem maður lærir. Ég hef ekki farið í neitt nám út af þessu. Eftir því sem þú gerir meira þá sérðu að þú verður að hafa gott hugmyndaflug. Skot getur verið ömurlegt frá einu sjónarhorni en geðveikt frá öðru. Ég er að pæla að fara kannski í eitthvað nám, en ég veit það ekki." Frítt er inn á sýninguna. Einnig verður sýnd ný Burton-mynd. - kbs Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Getting There, ný íslensk snjóbrettamynd, verður sýnd klukkan sex í Laugarásbíói í dag. Pétur Kristján Guðmundsson stendur að myndinni. „Ég fór út í nóvember á síðasta ári með félaga mínum sem hafði farið aðeins áður. Ég fór út með kameruna mína og snjóbrettið mitt. Svo voru tveir sem Addi (Arnþór Tryggvason) var búinn að kynnast þarna, Finni og Norðmaður sem heita Juhana Pirnes og Torgeir Norkild. Við fjórir urðum alveg geðveikt góðir vinir og tókum upp brettamynd. Það verður gerð önnur held ég, mér finnst þetta svo gaman, ég get ekki hætt þessu. Þótt þetta sé alveg ógeðslega mikil vinna, sérstaklega að klippa. Mikið af kaffi." Pétur hefur stundað snjóbretti í tíu ár. „Ég var alveg fastur frá fyrsta degi. Svo þegar snjórinn hætti að koma á Íslandi þá flutti ég út." Pétur hefur ekki gert kvikmynd áður, en er með sveinspróf í húsasmíði. „Ég gerði bara smá vídeó fyrir um þremur árum. Það var bara til gamans gert en þessi var stærri, betri og skemmtilegri." Er einhver sérstök tækni við að taka svona upp? „Það er bara eitthvað sem maður lærir. Ég hef ekki farið í neitt nám út af þessu. Eftir því sem þú gerir meira þá sérðu að þú verður að hafa gott hugmyndaflug. Skot getur verið ömurlegt frá einu sjónarhorni en geðveikt frá öðru. Ég er að pæla að fara kannski í eitthvað nám, en ég veit það ekki." Frítt er inn á sýninguna. Einnig verður sýnd ný Burton-mynd. - kbs
Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira