Fjórir leikir voru á dagskrá í N1 deild kvenna í dag. Topplið Stjörnunnar marði FH 30-29 og Haukar lögðu Fram 25-22. HK lagði Fylki 27-18 og Valur burstaði Gróttu 33-14.
Ramune Pekarskyte var markahæst í liði Hauka með 11 mörk og þær Hanna Stefánsdóttir og Tatjana Zukovska skoruðu 5 hvor. Stella Sigurðardóttir var langmarkahæst í liði Fram með 10 mörk.
Stjarnan er á toppnum með fullt hús stiga eftir 6 umferðir eða 12 stig, Haukar hafa 10 stig og Valur 8 stig. Fylkir er á botninum án stiga.