Einum leik af þremur í N1 deild kvenna í handbolta í dag er lokið. Stjarnan lagði HK nokkuð örugglega í Digranesi 33-28 eftir að hafa verið yfir 17-12 í hálfleik.
Anna Petratse skoraði 8 mörk fyrir Stjörnuna og Sólveig Kjærnested og Anna Blöndal 4 hvor. Rut Jónsdóttir var markahæst í jöfnu liði HK með 5 mörk.
Tveimur leikjum er ólokið í deildinni þar sem Grótta tekur á móti Fram úti á Nesi og Fylkir tekur á móti Haukum í Árbænum.