Davíð Smári neitar sök í líkamsárásarmálum 1. september 2008 12:01 Davíð Smári Helenarson er betur þekktur sem Dabbi Grensás. Davíð Smári Helenarson, betur þekktur sem Dabbi Grensás, sem ákærður er fyrir þrjú ofbeldisbrot neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Allir brotaþolar málsins gera kröfu um að ákærði verði jafnframt dæmdur til að greiða þeim bætur vegna líkamsárásanna. Jón Egilsson héraðsdómslögmaður er verjandi Davíðs Smára og sækjandi er Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir. Aðalmeðferð fer fram þann 23. september. Ákæran lýtur að atvikum inni á knattspyrnuvelli og skemmtistöðum í miðborg Reykjavíkur. Fyrir ári réðst Davíð á tæplega sextugan knattspyrnudómara eftir leik í utandeildinni. Dómarinn endaði á slysadeild viðbeinsbrotinn. ,,Ég verð greinilega að gera eitthvað í mínum málum, það er alveg augljóst. Þetta er bara endapunktur," sagði Davíð Smári í samtali við Kastljósið eftir að hafa ráðist á dómarann. Í desember síðastliðnum veittist Davíð Smári að landsliðsmanninum Hannesi Þ. Sigurðssyni á Hverfisbarnum við Hverfisgötu. Hannes hlaut nokkuð alvarlega áverka og var meðal annars þríbrotinn í andliti. Hannes var frá knattspyrnuiðkun í nokkrar vikur. Þriðja málið snýr að fólskulegri árás stuttu síðar sem átti sér stað á skemmtistaðnum Apótekinu í Austurstræti. Davíð Smári réðst á Davíð Arnórsson á snyrtingu með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi fótbrotnaði. „Ég er þakklátur fyrir að vera ekki verr leikinn eftir árásina," sagði Davíð í samtali við Ísland í dag í byrjun árs. ,,Í heildina litið er það Davíð Smári sem er fórnarlambið í þessu máli og ég vona að hann fái hjálp við sínum vanda." Í fyrrasumar var Davíð Smári bendlaður við áras á Eið Smára Guðjohnsen, landsliðsfyrirliða, í Austurstræti en hann sagðist ekki hafa verið þar á ferð. Áður mun Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi sem jafnframt er vinur Eiðs, lent í klóm Davíðs. Fyrir vikið lék Sveppi stuttu síðar Kalla á þakinu á fjölum Borgarleikhússins lemstraður með stærðarinnar glóðarauga. Sú árás var ekki kærð. Tengdar fréttir Davíð Smári ákærður fyrir þrjár líkamsárásir Davíð Smári Helenarson, betur þekktur sem Dabbi Grensás, verður ákærður fyrir þrjár líkamsárásir sem komist hafa í fréttirnar undanfarin misseri. Ákæra á hendur honum verður þingfest 1. september. 5. ágúst 2008 13:40 Hver er þessi Dabbi Grensás? „Davíð Smári eða Dabbi Grensás eins og flestir þekkja hann, var einn hættulegasti gangsterinn á götunni forðum daga. Hann rúlaði Breiðholtinu eins vel og hann rúlaði Grensásveginum. Hann var þekktur fyrir að lemja þá sem fyrir honum urðu og voru það margir.“ 7. janúar 2008 14:08 Davíð Smári er fórnarlambið Davíð Arnórsson sem varð fyrir fólskulegri árás Davíðs Smára Helenarsonar, þekkts ofbeldishrotta, segir að Davíð Smári sé fórnarlamb, en ekki þeir sem hafi þolað árásir af hendi hans. 8. janúar 2008 19:10 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Davíð Smári Helenarson, betur þekktur sem Dabbi Grensás, sem ákærður er fyrir þrjú ofbeldisbrot neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Allir brotaþolar málsins gera kröfu um að ákærði verði jafnframt dæmdur til að greiða þeim bætur vegna líkamsárásanna. Jón Egilsson héraðsdómslögmaður er verjandi Davíðs Smára og sækjandi er Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir. Aðalmeðferð fer fram þann 23. september. Ákæran lýtur að atvikum inni á knattspyrnuvelli og skemmtistöðum í miðborg Reykjavíkur. Fyrir ári réðst Davíð á tæplega sextugan knattspyrnudómara eftir leik í utandeildinni. Dómarinn endaði á slysadeild viðbeinsbrotinn. ,,Ég verð greinilega að gera eitthvað í mínum málum, það er alveg augljóst. Þetta er bara endapunktur," sagði Davíð Smári í samtali við Kastljósið eftir að hafa ráðist á dómarann. Í desember síðastliðnum veittist Davíð Smári að landsliðsmanninum Hannesi Þ. Sigurðssyni á Hverfisbarnum við Hverfisgötu. Hannes hlaut nokkuð alvarlega áverka og var meðal annars þríbrotinn í andliti. Hannes var frá knattspyrnuiðkun í nokkrar vikur. Þriðja málið snýr að fólskulegri árás stuttu síðar sem átti sér stað á skemmtistaðnum Apótekinu í Austurstræti. Davíð Smári réðst á Davíð Arnórsson á snyrtingu með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi fótbrotnaði. „Ég er þakklátur fyrir að vera ekki verr leikinn eftir árásina," sagði Davíð í samtali við Ísland í dag í byrjun árs. ,,Í heildina litið er það Davíð Smári sem er fórnarlambið í þessu máli og ég vona að hann fái hjálp við sínum vanda." Í fyrrasumar var Davíð Smári bendlaður við áras á Eið Smára Guðjohnsen, landsliðsfyrirliða, í Austurstræti en hann sagðist ekki hafa verið þar á ferð. Áður mun Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi sem jafnframt er vinur Eiðs, lent í klóm Davíðs. Fyrir vikið lék Sveppi stuttu síðar Kalla á þakinu á fjölum Borgarleikhússins lemstraður með stærðarinnar glóðarauga. Sú árás var ekki kærð.
Tengdar fréttir Davíð Smári ákærður fyrir þrjár líkamsárásir Davíð Smári Helenarson, betur þekktur sem Dabbi Grensás, verður ákærður fyrir þrjár líkamsárásir sem komist hafa í fréttirnar undanfarin misseri. Ákæra á hendur honum verður þingfest 1. september. 5. ágúst 2008 13:40 Hver er þessi Dabbi Grensás? „Davíð Smári eða Dabbi Grensás eins og flestir þekkja hann, var einn hættulegasti gangsterinn á götunni forðum daga. Hann rúlaði Breiðholtinu eins vel og hann rúlaði Grensásveginum. Hann var þekktur fyrir að lemja þá sem fyrir honum urðu og voru það margir.“ 7. janúar 2008 14:08 Davíð Smári er fórnarlambið Davíð Arnórsson sem varð fyrir fólskulegri árás Davíðs Smára Helenarsonar, þekkts ofbeldishrotta, segir að Davíð Smári sé fórnarlamb, en ekki þeir sem hafi þolað árásir af hendi hans. 8. janúar 2008 19:10 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Davíð Smári ákærður fyrir þrjár líkamsárásir Davíð Smári Helenarson, betur þekktur sem Dabbi Grensás, verður ákærður fyrir þrjár líkamsárásir sem komist hafa í fréttirnar undanfarin misseri. Ákæra á hendur honum verður þingfest 1. september. 5. ágúst 2008 13:40
Hver er þessi Dabbi Grensás? „Davíð Smári eða Dabbi Grensás eins og flestir þekkja hann, var einn hættulegasti gangsterinn á götunni forðum daga. Hann rúlaði Breiðholtinu eins vel og hann rúlaði Grensásveginum. Hann var þekktur fyrir að lemja þá sem fyrir honum urðu og voru það margir.“ 7. janúar 2008 14:08
Davíð Smári er fórnarlambið Davíð Arnórsson sem varð fyrir fólskulegri árás Davíðs Smára Helenarsonar, þekkts ofbeldishrotta, segir að Davíð Smári sé fórnarlamb, en ekki þeir sem hafi þolað árásir af hendi hans. 8. janúar 2008 19:10