Þroskaðri evruumræða Þórlindur Kjartansson skrifar 18. júlí 2008 06:00 Fulltrúar atvinnulífsins hafa brugðist vel við hugmyndum um breytingar á fyrirkomulagi gjaldeyrismála sem ræddar hafa verið á síðustu dögum og byggjast á aukinni tengingu við evru án aðildar að Evrópusambandinu. Þetta kemur ekki á óvart enda er það fyrst og fremst, og nánast eingöngu, óánægja með gjaldmiðilinn sem hefur valdið auknum áhuga á aðild. Þetta er ekki skrýtið í ljósi þess að umræðan hefur lengi takmarkast af þeirri hugsun að eini valkosturinn við núverandi fyrirkomulag sé aðild að Evrópusambandinu. Margir þeir, sem hvað sannfærðastir eru um að Evrópusambandsaðild sé betri kostur fyrir Íslendinga en núverandi staða, hafa brugðist nokkuð illa við þessari umræðu. Vísað er til orða embættismanna hvað þetta varðar en ekkert haldbetra heldur en almenn tilfinning er haft fyrir yfirlýsingunum. Varasamt er að taka slíkar almennar yfirlýsingar hátíðlega, enda er það ekki ráðinna starfsmanna Evrópusambandsins í Brussel að skera úr um pólitísk álitamál heldur fellur það í hlut lýðræðislega kjörinna forystumanna aðildarríkjanna. Eins er mikilvægt fyrir áframhald þessarar umræðu að sem flestir átti sig vel á því sem í þeim felst. Um er að ræða flókin og vandmeðfarin mál og því er ekki óeðlilegt að það taki tíma fyrir þátttakendur í umræðunni að átta sig fyllilega á því hvað í þeim felst. Mikilvægt er að átta sig á því að í raun er verið að ræða tvær leiðir. Önnur leiðin er sú að semja við Evrópusambandið um að Ísland taki upp evruna. Hin leiðin er sú að samið verði um fastbindingu krónunnar við evruna með sérstöku samkomulagi. Hvorug þessara leiða er einhliða upptaka. Í báðum tilvikum er gert ráð fyrir samstarfi við Evrópusambandið. Bent hefur verið á að nú þegar hafi nokkur ríki, sem hafa mikil og náin tengsl við Evrópusambandið, tekið upp evru. Þetta gildir einnig um Ísland. Þátttaka Íslands á innra markaði Evrópu gerir það að verkum að Evrópusambandið væri ekki að gefa almennt fordæmi fyrir ESB-lausri evruvæðingu með því að semja við Ísland. Annað sem hafa þarf í huga er að staða krónunnar nú er líklega fyrst og fremst afleiðing af því að íslenska hagkerfið er orðið miklu stærra heldur en gjaldmiðillinn. Þeir kraftar sem verka á krónuna eru alþjóðlegir. Ennfremur hafa áhrif peningamálastjórnarinnar minnkað innanlands. Afsal á peningamálastjórn hefur því að einhverju leyti gerst sjálfkrafa með aukinni alþjóðavæðingu. Í þessu ljósi, og með reynslu undanfarinna ára í huga, þurfa stjórnvöld að endurmeta peningamálastefnuna. Slík endurskoðun verður ekki umflúin og óþarfi er að óttast hana. Aðildarsinnaður leiðarahöfundur Morgunblaðsins lýsti því að það sé „áhættusamt“ að láta reyna á það hvort vilji sé fyrir samningi við Ísland um gjaldmiðlamál. Þar segir að slíkar þreifingar yrðu túlkaðar þannig að íslensk stjórnvöld hefðu misst trú á gjaldmiðlinum. Þessi málflutningur heldur ekki vatni því nákvæmlega sama gildir ef sótt er um aðild að Evrópusambandinu. Slíkt gæti allt eins verið túlkað þannig að stjórnvöld hefðu gefist upp á krónunni og enn stæði eftir sá möguleiki að Íslendingar hafni aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er því alveg sama hvaða leið er farin við breytingar á fyrirkomulagi peningamála; því kann að fylgja einhver áhætta. Þær tvær leiðir til evrutengingar sem nú eru í umræðunni ættu að vera fagnaðarefni fyrir alla þá sem trúa því að traust alþjóðlegt samstarf sé forsenda fyrir áframhaldandi velmegun. Þess vegna er mikilvægt að umræðan um þær fái að þroskast eðlilega. Höfundur er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórlindur Kjartansson Mest lesið Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Fulltrúar atvinnulífsins hafa brugðist vel við hugmyndum um breytingar á fyrirkomulagi gjaldeyrismála sem ræddar hafa verið á síðustu dögum og byggjast á aukinni tengingu við evru án aðildar að Evrópusambandinu. Þetta kemur ekki á óvart enda er það fyrst og fremst, og nánast eingöngu, óánægja með gjaldmiðilinn sem hefur valdið auknum áhuga á aðild. Þetta er ekki skrýtið í ljósi þess að umræðan hefur lengi takmarkast af þeirri hugsun að eini valkosturinn við núverandi fyrirkomulag sé aðild að Evrópusambandinu. Margir þeir, sem hvað sannfærðastir eru um að Evrópusambandsaðild sé betri kostur fyrir Íslendinga en núverandi staða, hafa brugðist nokkuð illa við þessari umræðu. Vísað er til orða embættismanna hvað þetta varðar en ekkert haldbetra heldur en almenn tilfinning er haft fyrir yfirlýsingunum. Varasamt er að taka slíkar almennar yfirlýsingar hátíðlega, enda er það ekki ráðinna starfsmanna Evrópusambandsins í Brussel að skera úr um pólitísk álitamál heldur fellur það í hlut lýðræðislega kjörinna forystumanna aðildarríkjanna. Eins er mikilvægt fyrir áframhald þessarar umræðu að sem flestir átti sig vel á því sem í þeim felst. Um er að ræða flókin og vandmeðfarin mál og því er ekki óeðlilegt að það taki tíma fyrir þátttakendur í umræðunni að átta sig fyllilega á því hvað í þeim felst. Mikilvægt er að átta sig á því að í raun er verið að ræða tvær leiðir. Önnur leiðin er sú að semja við Evrópusambandið um að Ísland taki upp evruna. Hin leiðin er sú að samið verði um fastbindingu krónunnar við evruna með sérstöku samkomulagi. Hvorug þessara leiða er einhliða upptaka. Í báðum tilvikum er gert ráð fyrir samstarfi við Evrópusambandið. Bent hefur verið á að nú þegar hafi nokkur ríki, sem hafa mikil og náin tengsl við Evrópusambandið, tekið upp evru. Þetta gildir einnig um Ísland. Þátttaka Íslands á innra markaði Evrópu gerir það að verkum að Evrópusambandið væri ekki að gefa almennt fordæmi fyrir ESB-lausri evruvæðingu með því að semja við Ísland. Annað sem hafa þarf í huga er að staða krónunnar nú er líklega fyrst og fremst afleiðing af því að íslenska hagkerfið er orðið miklu stærra heldur en gjaldmiðillinn. Þeir kraftar sem verka á krónuna eru alþjóðlegir. Ennfremur hafa áhrif peningamálastjórnarinnar minnkað innanlands. Afsal á peningamálastjórn hefur því að einhverju leyti gerst sjálfkrafa með aukinni alþjóðavæðingu. Í þessu ljósi, og með reynslu undanfarinna ára í huga, þurfa stjórnvöld að endurmeta peningamálastefnuna. Slík endurskoðun verður ekki umflúin og óþarfi er að óttast hana. Aðildarsinnaður leiðarahöfundur Morgunblaðsins lýsti því að það sé „áhættusamt“ að láta reyna á það hvort vilji sé fyrir samningi við Ísland um gjaldmiðlamál. Þar segir að slíkar þreifingar yrðu túlkaðar þannig að íslensk stjórnvöld hefðu misst trú á gjaldmiðlinum. Þessi málflutningur heldur ekki vatni því nákvæmlega sama gildir ef sótt er um aðild að Evrópusambandinu. Slíkt gæti allt eins verið túlkað þannig að stjórnvöld hefðu gefist upp á krónunni og enn stæði eftir sá möguleiki að Íslendingar hafni aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er því alveg sama hvaða leið er farin við breytingar á fyrirkomulagi peningamála; því kann að fylgja einhver áhætta. Þær tvær leiðir til evrutengingar sem nú eru í umræðunni ættu að vera fagnaðarefni fyrir alla þá sem trúa því að traust alþjóðlegt samstarf sé forsenda fyrir áframhaldandi velmegun. Þess vegna er mikilvægt að umræðan um þær fái að þroskast eðlilega. Höfundur er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun