Krónan veikist um tæp 1,7 prósent

Krónan hefur veikst um 1,7 prósent í dag miðað við dagslokagengi hennar í gær og stendur gengisvísitalan nú í 206,2 stigum. Lægt hefur verið á gjaldeyrismarkaði en Reuter greindi í gær frá einum viðskiptum með krónur á erlendum markaði. Gengisvísitala krónunnar þar var 270 stig. Bandaríkjadalur kostar nú 120 krónur, ein evra 153 krónur, eitt breskt pund 185,4 krónur og ein dönsk 20,1 króna.