Tjá sig ekki um vöruskipti RÚV 20. nóvember 2008 04:45 Samkeppniseftirlitið segir vöruskipti hjá RÚV ganga gegn kröfunni um gagnsæi. Vísir/GVA Í áliti samkeppniseftirlitsins um stöðu og háttsemi RÚV á auglýsingamarkaði ljósvakamiðla, sem birt var á föstudag, kemur fram að RÚV hafi boðið birtingar á auglýsingum í skiptum fyrir vörur. Í ályktuninni er ekki útskýrt nánar hvers konar vöruskipti er um að ræða. Auglýsingastjóri RÚV vill ekki tjá sig um málið. Í ályktun samkeppniseftirlitsins segir að miklir afslættir RÚV hafi gert samkeppnisstöðu á markaðnum enn verri. Auk þess segir orðrétt: „Samkeppniseftirlitið hefur einnig upplýsingar um að RÚV hafi boðið vöruskipti í stað peningagreiðslu fyrir auglýsingar.“ Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir eftirlitið hafa fengið upplýsingar um vöruskipti RÚV í trúnaði. „Ef ég tilkynnti hvaða vörur hefði þarna verið um að ræða yrði mjög auðvelt að finna út hvaða fyrirtæki RÚV átti í vöruskiptum við. Að mati þeirra sem í hlut eiga myndi það skaða viðskiptasambönd þeirra. Þetta eru staðfestar upplýsingar, en við virðum trúnaðinn,“ segir Páll og bætir við að hann hafi ekki upplýsingar um hversu mörg tilfelli vöruskipta hafi átt sér stað. Einar Logi Vignisson, auglýsingastjóri RÚV, segist vísa í tilkynningu Páls Magnússonar útvarpsstjóra frá því fyrir helgi. Í henni er ekkert minnst á vöruskipti. „Ég hef engu við þetta að bæta. Það skiptir engu hvort þú spyrð mig einnar eða þrjátíu spurninga,“ segir Einar. - kg Fjölmiðlar Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Í áliti samkeppniseftirlitsins um stöðu og háttsemi RÚV á auglýsingamarkaði ljósvakamiðla, sem birt var á föstudag, kemur fram að RÚV hafi boðið birtingar á auglýsingum í skiptum fyrir vörur. Í ályktuninni er ekki útskýrt nánar hvers konar vöruskipti er um að ræða. Auglýsingastjóri RÚV vill ekki tjá sig um málið. Í ályktun samkeppniseftirlitsins segir að miklir afslættir RÚV hafi gert samkeppnisstöðu á markaðnum enn verri. Auk þess segir orðrétt: „Samkeppniseftirlitið hefur einnig upplýsingar um að RÚV hafi boðið vöruskipti í stað peningagreiðslu fyrir auglýsingar.“ Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir eftirlitið hafa fengið upplýsingar um vöruskipti RÚV í trúnaði. „Ef ég tilkynnti hvaða vörur hefði þarna verið um að ræða yrði mjög auðvelt að finna út hvaða fyrirtæki RÚV átti í vöruskiptum við. Að mati þeirra sem í hlut eiga myndi það skaða viðskiptasambönd þeirra. Þetta eru staðfestar upplýsingar, en við virðum trúnaðinn,“ segir Páll og bætir við að hann hafi ekki upplýsingar um hversu mörg tilfelli vöruskipta hafi átt sér stað. Einar Logi Vignisson, auglýsingastjóri RÚV, segist vísa í tilkynningu Páls Magnússonar útvarpsstjóra frá því fyrir helgi. Í henni er ekkert minnst á vöruskipti. „Ég hef engu við þetta að bæta. Það skiptir engu hvort þú spyrð mig einnar eða þrjátíu spurninga,“ segir Einar. - kg
Fjölmiðlar Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira