Fram vann í kvöld nauman sigur á Víkingi 26-25 í N1 deild karla í handbolta og situr því á toppi deildarinnar nú þegar komið er jólafrí í deildinni.
Sverrir Hermannsson var markahæstur hjá Víkingi í kvöld með 9 mörk og Einar Örn Guðmundsson skoraði 6. Halldór Jóhann Sigfússon skoraði 9 mörk fyrir Fram og Rúnar Kárason 8.
Fram hefur hlotið 16 stig, einu meira en Valur og tveimur meira en Haukar sem sitja í þriðja sætinu.
Víkingur er sem fyrr á botni deildarinnar með aðeins eitt stig.