Lögbundin stjórnsýsla og nektardans Björn Bjarnason skrifar 7. ágúst 2008 00:01 umræðan Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi vinstri grænna, lætur að því liggja í grein í Fréttablaðinu 6. ágúst, að það hafi ráðist af geðþótta mínum og þvingunum gagnvart lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, að dóms- og kirkjumálaráðuneytið komst að þeirri rökstuddu niðurstöðu hinn 15. maí sl., að umsagnir embættis lögreglustjórans um rekstrarleyfi vegna veitingastaðarins Goldfingers í Kópavogi væru haldnar þeim efnisannmörkum að ógilda bæri ákvörðun sýslumannsins í Kópavogi frá október 2007 um rekstrarleyfið og sýslumanni bæri að leita eftir nýrri umsögn lögreglustjórans áður en hann tæki veitingu umrædds leyfis til meðferðar á ný. Úrskurð ráðuneytisins um þetta efni má lesa á vefsíðu þess, en þar var hann birtur með fréttatilkynningu 23. maí, 2008. Ráðuneytið tók málið til úrskurðar á grundvelli stjórnsýslukæru frá lögmanni Goldfingers. Að kenna málsmeðferð ráðuneytisins og niðurstöðu þess við þvingun á lögreglustjórann, lýsir bæði vanþekkingu og óvild. Samkvæmt lögunum skal sá, sem veitir leyfi til að reka veitingastað, í þessu tilviki sýslumaðurinn í Kópavogi, leita umsagna sveitarstjórnar, heilbrigðisnefndar, slökkviliðs, vinnueftirlits, byggingarfulltrúa og lögreglu sem m.a. kveður á um nauðsyn til dyravörslu. Óheimilt er að gefa út rekstrarleyfi ef einhver framangreindra aðila leggst gegn útgáfu leyfisins og skal rekstrarleyfi jafnframt bundið þeim skilyrðum sem fram kunna að koma í umsögnunum. Ef banna ber veitingastöðum alfarið að bjóða gestum sínum nektardans, þarf að taka af skarið um slíkt bann í lögum. Það hefur ekki verið gert. Núgildandi lög um þetta efni voru sett vorið 2007. Af umræðum um lagafrumvarpið má ráða að þingmenn gerðu sér vel ljóst að í lögunum segði, að sá, sem veitti rekstrarleyfi gæti heimilað að fram færi nektardans í atvinnuskyni á veitingastað, að fengnum jákvæðum umsögnum umsagnaraðila. Á slíkum stöðum væri sýnendum hins vegar óheimilt að fara um á meðal áhorfenda og jafnframt væru hvers konar einkasýningar bannaðar. Svandís Svavarsdóttir situr í borgarstjórn Reykjavíkur og kemur því að umsögn um það, hvort heimila skuli nektardans í atvinnuskyni. Umsögnin verður að vera jákvæð til að leyfið sé veitt. Svandís verður eins og allir opinberir sýslunarmenn að fara að lögum við ákvörðun sína. Höfundur er dóms- og kirkjumálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarnason Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
umræðan Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi vinstri grænna, lætur að því liggja í grein í Fréttablaðinu 6. ágúst, að það hafi ráðist af geðþótta mínum og þvingunum gagnvart lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, að dóms- og kirkjumálaráðuneytið komst að þeirri rökstuddu niðurstöðu hinn 15. maí sl., að umsagnir embættis lögreglustjórans um rekstrarleyfi vegna veitingastaðarins Goldfingers í Kópavogi væru haldnar þeim efnisannmörkum að ógilda bæri ákvörðun sýslumannsins í Kópavogi frá október 2007 um rekstrarleyfið og sýslumanni bæri að leita eftir nýrri umsögn lögreglustjórans áður en hann tæki veitingu umrædds leyfis til meðferðar á ný. Úrskurð ráðuneytisins um þetta efni má lesa á vefsíðu þess, en þar var hann birtur með fréttatilkynningu 23. maí, 2008. Ráðuneytið tók málið til úrskurðar á grundvelli stjórnsýslukæru frá lögmanni Goldfingers. Að kenna málsmeðferð ráðuneytisins og niðurstöðu þess við þvingun á lögreglustjórann, lýsir bæði vanþekkingu og óvild. Samkvæmt lögunum skal sá, sem veitir leyfi til að reka veitingastað, í þessu tilviki sýslumaðurinn í Kópavogi, leita umsagna sveitarstjórnar, heilbrigðisnefndar, slökkviliðs, vinnueftirlits, byggingarfulltrúa og lögreglu sem m.a. kveður á um nauðsyn til dyravörslu. Óheimilt er að gefa út rekstrarleyfi ef einhver framangreindra aðila leggst gegn útgáfu leyfisins og skal rekstrarleyfi jafnframt bundið þeim skilyrðum sem fram kunna að koma í umsögnunum. Ef banna ber veitingastöðum alfarið að bjóða gestum sínum nektardans, þarf að taka af skarið um slíkt bann í lögum. Það hefur ekki verið gert. Núgildandi lög um þetta efni voru sett vorið 2007. Af umræðum um lagafrumvarpið má ráða að þingmenn gerðu sér vel ljóst að í lögunum segði, að sá, sem veitti rekstrarleyfi gæti heimilað að fram færi nektardans í atvinnuskyni á veitingastað, að fengnum jákvæðum umsögnum umsagnaraðila. Á slíkum stöðum væri sýnendum hins vegar óheimilt að fara um á meðal áhorfenda og jafnframt væru hvers konar einkasýningar bannaðar. Svandís Svavarsdóttir situr í borgarstjórn Reykjavíkur og kemur því að umsögn um það, hvort heimila skuli nektardans í atvinnuskyni. Umsögnin verður að vera jákvæð til að leyfið sé veitt. Svandís verður eins og allir opinberir sýslunarmenn að fara að lögum við ákvörðun sína. Höfundur er dóms- og kirkjumálaráðherra.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar