
Meðhjálpari fær klapp á kollinn
Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, messaði yfir félögum sínum í Valhöll um helgina. Hann lofaði og prísaði Samfylkinguna, sagði að án hennar hefði ekki verið hægt að koma á lögum um nýja sjúkratryggingastofnun, sem væri forsenda þess að koma mætti á markaði með heilbrigðiskerfið. Hann lýsti þeim gleðilega áfanga að samskiptin innan heilbrigðisþjónustunnar yrðu hér eftir viðskiptalegs eðlis, það er á milli kaupenda og seljenda. Síðan var það látið fylgja með sögunni að ríkissjóður eigi að borga brúsann hvort sem um opinberan „seljanda þjónustu" væri að ræða eða einkarekinn. Jafnan yrði hins vegar leitað að hagstæðasta tilboði.
En hvers vegna hefur það þá ekki verið gert? Hvers vegna hafa ríkisstjórnir og bæjarstjórnir þar sem flokkur Geirs H. Haarde hefur ráðið ítrekað gert samninga við fyrirtæki sem eru dýrari fyrir skattborgarann en buðust af hálfu opinberra aðila? Aulagangur? Varla. Einkavinavæðing? Líklegra.
Ef það er stefna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar að heilbrigðisþjónustan sé borguð með skattfé, eins og klifað er á meðan verið er að koma kerfisbreytingum í gegn, hvers vegna er heilbrigðisþjónustan þá ekki gerð gjaldfrjáls? Hvers vegna þetta ósamræmi á milli orða og athafna? Hvers vegna hefur verið bætt í gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu? Hvers vegna vinnur nú nefnd undir verkstjórn Péturs H. Blöndals að því að dreifa kostnaði á milli sjúklinga í kerfinu en ekki draga úr honum gagnvart sjúklingum sem heild?
Fyrir kjósendur Samfylkingarinnar hlýtur það að vera umhugsunarefni þegar flokksforystu þeirra er klappað á kollinn á þeim forsendum sem nú er gert. Getur verið að Samfylkingarforystan vilji raunverulega markaðsvæða heilbrigðiskerfið eða er löngunin til að fá að halda sig innan veggja Stjórnarráðsins svo rík að öllu sé fórnandi; jafnvel að gerast þjónn og meðhjálpari við einkavæðingu heilbrigðiskerfisins á Íslandi.
Höfundur er alþingismaður.
Skoðun

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta:
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar

Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi
Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar

Styrk stjórn gefur góðan árangur
Ásthildur Sturludóttir skrifar

„Bara ef það hentar mér“
Hákon Gunnarsson skrifar

Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi
Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar

Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni?
Sigurður Ragnarsson skrifar

Borgin græna og ábyrgðin gráa
Daði Freyr Ólafsson skrifar

Stalín á ekki roð í algrímið
Halldóra Mogensen skrifar

Sorrý, Andrés
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk?
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Gamalt vín á nýjum belgjum
Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla
Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Aukinn stuðningur við ESB og NATO
Pawel Bartoszek skrifar

Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar