Útlitið dökkt hjá Golden State 11. apríl 2008 09:24 Stephen Jackson og Baron Davis virðast vera á leið í sumarfrí NordcPhotos/GettyImages Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Staða Golden State í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni í Vesturdeildinni versnaði til muna þegar liðið tapaði 114-105 fyrir Denver á heimavelli. Liðin tvö voru í harðri baráttu um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppninni en nú er svo komið að Denver hefur sætið alveg í hendi sér. Allen Iverson skoraði 33 stig fyrir Denver í leiknum í nótt og gaf 9 stoðsendingar, Carmelo Anthony skoraði 25 stig og hirti 9 fráköst og JR Smith skoraði 24 stig. Monta Ellis skoraði 29 stig, hirti 8 fráköst og stal 5 boltum fyrir Golden State og Baron Davis var með þrefalda tvennu, 20 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst. Al Harrington skoraði 20 stig og Stephen Jackson 18. Denver tryggir sér sæti í úrslitakeppninni með því að vinna tvo af síðustu þremur leikjum sínum en Golden State þarf líklega að vinna þrjá síðustu leiki sína og vona að Denver tapi öllum sínum leikjum. Golden State stefnir á að verða besta liðið til að komast ekki í úrslitakeppnina í sögu NBA, en það hefur þegar unnið 47 leiki. Dallas í úrslitakeppnina Dallas tryggði sér í nótt sæti í úrslitakeppninni með góðum heimasigri á Utah 97-94. Þetta var 50. sigur Dallas í vetur og er þetta áttunda tímabilið í röð sem Dallas vinnur 50 leiki eða meira í deildarkeppninni. Dirk Nowitzki átti frábæran leik fyrir Dallas og tryggði liðinu sigur með þriggja stiga körfu þegar innan við sekúnda var eftir af leiknum. Skömmu áður hafði Deron Williams jafnað leikinn með ævintýralegri þriggja stiga körfu. Nowitzki skoraði 32 stig í leiknum og Jason Terry skoraði 21 stig, en Mehmet Okur skoraði 19 stig og hirti 14 fráköst fyrir Utah og Deron Williams var með 18 stig og 12 stoðsendingar. Auðvelt hjá Lakers Loks vann Los Angeles Lakers auðveldan sigur á grönnum sínum í LA Clippers 106-78. Luke Walton var stigahæstur í jöfnu liði Lakers með 18 stig, Kobe Bryant skoraði 16 stig og Lamar Odom skoraði 14 stig og hirti 13 fráköst. Elton Brand skoraði 23 stig fyrir Clippers og Al Thornton skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dag NBA Bloggið á Vísi NBA Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Fleiri fréttir Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Staða Golden State í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni í Vesturdeildinni versnaði til muna þegar liðið tapaði 114-105 fyrir Denver á heimavelli. Liðin tvö voru í harðri baráttu um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppninni en nú er svo komið að Denver hefur sætið alveg í hendi sér. Allen Iverson skoraði 33 stig fyrir Denver í leiknum í nótt og gaf 9 stoðsendingar, Carmelo Anthony skoraði 25 stig og hirti 9 fráköst og JR Smith skoraði 24 stig. Monta Ellis skoraði 29 stig, hirti 8 fráköst og stal 5 boltum fyrir Golden State og Baron Davis var með þrefalda tvennu, 20 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst. Al Harrington skoraði 20 stig og Stephen Jackson 18. Denver tryggir sér sæti í úrslitakeppninni með því að vinna tvo af síðustu þremur leikjum sínum en Golden State þarf líklega að vinna þrjá síðustu leiki sína og vona að Denver tapi öllum sínum leikjum. Golden State stefnir á að verða besta liðið til að komast ekki í úrslitakeppnina í sögu NBA, en það hefur þegar unnið 47 leiki. Dallas í úrslitakeppnina Dallas tryggði sér í nótt sæti í úrslitakeppninni með góðum heimasigri á Utah 97-94. Þetta var 50. sigur Dallas í vetur og er þetta áttunda tímabilið í röð sem Dallas vinnur 50 leiki eða meira í deildarkeppninni. Dirk Nowitzki átti frábæran leik fyrir Dallas og tryggði liðinu sigur með þriggja stiga körfu þegar innan við sekúnda var eftir af leiknum. Skömmu áður hafði Deron Williams jafnað leikinn með ævintýralegri þriggja stiga körfu. Nowitzki skoraði 32 stig í leiknum og Jason Terry skoraði 21 stig, en Mehmet Okur skoraði 19 stig og hirti 14 fráköst fyrir Utah og Deron Williams var með 18 stig og 12 stoðsendingar. Auðvelt hjá Lakers Loks vann Los Angeles Lakers auðveldan sigur á grönnum sínum í LA Clippers 106-78. Luke Walton var stigahæstur í jöfnu liði Lakers með 18 stig, Kobe Bryant skoraði 16 stig og Lamar Odom skoraði 14 stig og hirti 13 fráköst. Elton Brand skoraði 23 stig fyrir Clippers og Al Thornton skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dag NBA Bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Fleiri fréttir Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Sjá meira