Bankaleynd ekki aflétt Ingimar Karl Helgason skrifar 26. nóvember 2008 00:01 „Ef svo ólíklega vill til að leynd um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga verða afnumin sem bersýnlega er andstæð ákvæðum stjórnarskrár um friðhelgi einkalífs og væntanlega einnig brot á tilskipun Evrópusambandsins um þagnarskyldu fjármálafyrirtækja mun bankinn synja um afhendingu gagna nema samkvæmt dómi Hæstaréttar og eftir atvikum niðurstöðu Evrópudómstólsins." Svo segir í svari Kaupþings við beiðni Markaðarins og Fréttablaðsins um gögn úr bankanum. Blaðið skrifaði forsvarsmönnum Glitnis, Landsbankans og Kaupþings, auk Fjármálaeftirlits (FME), viðskiptaráðherra og seðlabankastjóra. Óskað var gagna eða vitneskju um útlán bankanna. Bankarnir hafa þegar svarað, og eru svörin skýr. Upplýsingar verði ekki látnar af hendi, vegna bankaleyndar. Landsbankinn og Glitnir segjast ekki munu láta af hendi nein gögn, nema til komi tilmæli frá Alþingi, í formi laga. Kaupþing bætir við að hæpið sé að lagasetning „geti með afturvirkum hætti tekið til lánveitinga sem áttu sér stað fyrir gildistöku slíkra laga". Þá fullyrða Kaupþingsmenn að verði upplýsingar veittar, gerist starfsmenn sekir um að brjóta gegn lögum um bankaleynd og upplýsingalög. Tveggja ára fangelsi liggi við slíkum brotum. „Engin heimild er til refsilækkunar á grundvelli þess að Seðlabankastjóri telji að bankaleynd eigi ekki við um þessi mál." Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði á fundi Viðskiptaráðs fyrir viku, að bankaleynd ætti ekki við, þegar fjallað væri um aðdraganda bankahrunsins. Hann fullyrti að einn aðili, sem hann nefndi ekki, hefði fengið þúsund milljarða að láni hjá bönkunum. Eftirlitsaðilar hefðu „teygt sig með ólíkindum langt til að finna út að sami aðili væri óskyldur sjálfum sér." Samkvæmt hálfsársuppgjöri bankanna námu lán til venslaðra aðila um 275 milljörðum króna. Samkvæmt nýjustu tölum Seðlabankans, sem birtar voru í upphafi vikunnar, námu lán þeirra til innlendra aðila hátt í 5.000 milljörðum króna. Um þriðjungur þess fór til eignarhaldsfélaga. Kaupþing segir í svari við fyrirspurn blaðsins, að lán til tengdra aðila hafi verið komið á framfæri við FME. Þá segir að reglur um friðhelgi um einkamálefni hafi verið kallaðar grundvallarreglur réttarríkisins. „Það ástand sem nú ríkir felur ekki í sér réttlætingu á því að slíkum reglum sé vikið til hliðar. Þvert á móti hefur sjaldan verið mikilvægara að standa vörð um slík grundvallarréttindi." Markaðir Viðskipti Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Sjá meira
„Ef svo ólíklega vill til að leynd um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga verða afnumin sem bersýnlega er andstæð ákvæðum stjórnarskrár um friðhelgi einkalífs og væntanlega einnig brot á tilskipun Evrópusambandsins um þagnarskyldu fjármálafyrirtækja mun bankinn synja um afhendingu gagna nema samkvæmt dómi Hæstaréttar og eftir atvikum niðurstöðu Evrópudómstólsins." Svo segir í svari Kaupþings við beiðni Markaðarins og Fréttablaðsins um gögn úr bankanum. Blaðið skrifaði forsvarsmönnum Glitnis, Landsbankans og Kaupþings, auk Fjármálaeftirlits (FME), viðskiptaráðherra og seðlabankastjóra. Óskað var gagna eða vitneskju um útlán bankanna. Bankarnir hafa þegar svarað, og eru svörin skýr. Upplýsingar verði ekki látnar af hendi, vegna bankaleyndar. Landsbankinn og Glitnir segjast ekki munu láta af hendi nein gögn, nema til komi tilmæli frá Alþingi, í formi laga. Kaupþing bætir við að hæpið sé að lagasetning „geti með afturvirkum hætti tekið til lánveitinga sem áttu sér stað fyrir gildistöku slíkra laga". Þá fullyrða Kaupþingsmenn að verði upplýsingar veittar, gerist starfsmenn sekir um að brjóta gegn lögum um bankaleynd og upplýsingalög. Tveggja ára fangelsi liggi við slíkum brotum. „Engin heimild er til refsilækkunar á grundvelli þess að Seðlabankastjóri telji að bankaleynd eigi ekki við um þessi mál." Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði á fundi Viðskiptaráðs fyrir viku, að bankaleynd ætti ekki við, þegar fjallað væri um aðdraganda bankahrunsins. Hann fullyrti að einn aðili, sem hann nefndi ekki, hefði fengið þúsund milljarða að láni hjá bönkunum. Eftirlitsaðilar hefðu „teygt sig með ólíkindum langt til að finna út að sami aðili væri óskyldur sjálfum sér." Samkvæmt hálfsársuppgjöri bankanna námu lán til venslaðra aðila um 275 milljörðum króna. Samkvæmt nýjustu tölum Seðlabankans, sem birtar voru í upphafi vikunnar, námu lán þeirra til innlendra aðila hátt í 5.000 milljörðum króna. Um þriðjungur þess fór til eignarhaldsfélaga. Kaupþing segir í svari við fyrirspurn blaðsins, að lán til tengdra aðila hafi verið komið á framfæri við FME. Þá segir að reglur um friðhelgi um einkamálefni hafi verið kallaðar grundvallarreglur réttarríkisins. „Það ástand sem nú ríkir felur ekki í sér réttlætingu á því að slíkum reglum sé vikið til hliðar. Þvert á móti hefur sjaldan verið mikilvægara að standa vörð um slík grundvallarréttindi."
Markaðir Viðskipti Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent