NBA: Cleveland minnkaði muninn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. maí 2008 10:06 Delonte West og Wally Szczerbiak í leiknum í gær. Nordic Photos / Getty Images Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Cleveland vann Boston og Detroit vann nauman sigur á Orlando. Um er að ræða báðar undanúrslitaviðureignirnar í Austurdeildinni. Detroit er komið í 3-1 forystu gegn Orlando en Cleveland minnkaði muninn í 2-1 eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum.Cleveland vann Boston, 108-84, þó svo að enn eina ferðina hafi LeBron James hafi ekki náð sér á strik í skotnýtingunni. Hann skoraði 21 stig í leiknum, rétt eins og Delonte West. James hitti úr fimm skotum af sextán utan af velli en West úr sjö af ellefu. Joe Smith var með sautján stig fyrir Cleveland sem náði snemma forystunni í leiknum og lét hana aldrei af hendi. Boston hefur enn ekki unnið á útivelli í úrslitakeppninni en liðið náði engu að síður besta árangri allra liða á útivelli í deildakeppninni. Næsti leikur fer fram annað kvöld í Cleveland. Kevin Garnett var með sautján stig, Paul Pierce fjórtán og Ray Allen tíu fyrir Boston.Detroit vann Orlando, 90-89. Hedo Turkoglu hefði getað tryggt Orlando sigurinn en hann misnotaði sniðskot þegar tíminn var að renna út. Tayshuan Prince skoraði hins vegar sigurkörfu Detroit þegar 8,9 sekúndur voru til leiksloka. Orlando missti niður fimmtán stiga forskot í þriðja leikhluta og varð Detroit fyrsta liðið í annari umferð úrslitakeppninnar til að vinna leik á útivelli. Chauncey Billups lék ekki með Detroit í kvöld eftir að hann meiddist í síðasta leik. Það kom ekki að sök í gær. Tayshaun Prince skoraði sautján stig fyrir Detroit, Rasheed Wallace sextán og Antonio McDyess var með átta stig og fjórtán fráköst. Turkoglu skoraði 20 stig fyrir Orlando en þeir Rashard Lewis, Maurice Evans og Jameer Nelson voru með fimmtán stig hver. Detroit getur nú tryggt sér sigur í rimmunni og þar með sæti í úrslitum Austurdeildarinnar með sigri í fimmta leik liðanna á þriðjudagskvöldið. NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira
Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Cleveland vann Boston og Detroit vann nauman sigur á Orlando. Um er að ræða báðar undanúrslitaviðureignirnar í Austurdeildinni. Detroit er komið í 3-1 forystu gegn Orlando en Cleveland minnkaði muninn í 2-1 eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum.Cleveland vann Boston, 108-84, þó svo að enn eina ferðina hafi LeBron James hafi ekki náð sér á strik í skotnýtingunni. Hann skoraði 21 stig í leiknum, rétt eins og Delonte West. James hitti úr fimm skotum af sextán utan af velli en West úr sjö af ellefu. Joe Smith var með sautján stig fyrir Cleveland sem náði snemma forystunni í leiknum og lét hana aldrei af hendi. Boston hefur enn ekki unnið á útivelli í úrslitakeppninni en liðið náði engu að síður besta árangri allra liða á útivelli í deildakeppninni. Næsti leikur fer fram annað kvöld í Cleveland. Kevin Garnett var með sautján stig, Paul Pierce fjórtán og Ray Allen tíu fyrir Boston.Detroit vann Orlando, 90-89. Hedo Turkoglu hefði getað tryggt Orlando sigurinn en hann misnotaði sniðskot þegar tíminn var að renna út. Tayshuan Prince skoraði hins vegar sigurkörfu Detroit þegar 8,9 sekúndur voru til leiksloka. Orlando missti niður fimmtán stiga forskot í þriðja leikhluta og varð Detroit fyrsta liðið í annari umferð úrslitakeppninnar til að vinna leik á útivelli. Chauncey Billups lék ekki með Detroit í kvöld eftir að hann meiddist í síðasta leik. Það kom ekki að sök í gær. Tayshaun Prince skoraði sautján stig fyrir Detroit, Rasheed Wallace sextán og Antonio McDyess var með átta stig og fjórtán fráköst. Turkoglu skoraði 20 stig fyrir Orlando en þeir Rashard Lewis, Maurice Evans og Jameer Nelson voru með fimmtán stig hver. Detroit getur nú tryggt sér sigur í rimmunni og þar með sæti í úrslitum Austurdeildarinnar með sigri í fimmta leik liðanna á þriðjudagskvöldið.
NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira