Hasarkóngur síðustu ára 4. september 2008 06:00 Með millinafnið hasar Jason Statham hefur stimplað sig inn sem hasarkóngur síðustu ára. Hann sést hér í Death Race. Jason Statham leikur aðalhlutverkið í Death Race sem frumsýnd verður hér á landi á morgun. Statham hefur á fáum árum gerst hasarkóngur kvikmyndanna og mætti líkja honum við Sylvester Stallone á sínu besta skeiði. En hver er þessi maður? Statham var einn helstu kafara Breta og lenti í tólfta sæti heimsmeistaramótsins 1992. Einnig starfaði hann sem fatamódel og sölumaður á svörtum markaði áður en hann gerðist leikari. Fyrsta hlutverk hans var í Lock, Stock and Two Smoking Barrels, 1998, en það fékk hann í gegnum fyrirsætustörf. Guy Ritchie var svo ánægður með okkar mann að hann ákvað að ráða Statham á ný í myndina Snatch. Eftir það fór heldur betur að vænkast hagur Stathams og á eftir fylgdi hver myndin á fætur annarri. Má þar nefna The One, Mean Machine, Transporter-myndirnar tvær, The Italian Job (2003), London, Rogue Assassin, The Bank Job og nú síðast Death Race. Áhættuleikari Statham er þekktur fyrir að sjá um áhættuatriðin sín sjálfur. Statham er meira en lítið fyrir spennumyndir og er Death Race því alveg hans tebolli. „Í henni eru heitar gellur og strákar sem eru strákar. Hvað meira þarf maður?“ Hann segir einnig í viðtali um myndina að hann hafi alltaf dreymt um að verða áhættuleikari. „Síðan ég var krakki hef ég verið að henda mér úr trjám og annað álíka klikkað. Svo datt ég inn í bardagaíþróttir, þannig að geta gert þetta allt í bíómyndum er algjör draumur fyrir mig.“ Það er hugsanlega ástæðan fyrir því að hann sér um eiginlega öll sín áhættuatriði sjálfur. Alvöru sprengingar Engar brellur í Death Race eru tölvugerðar. Death Race er fullkomið tækifæri fyrir Statham til að hegða sér háskalega en engar brellur myndarinnar, sem gengur að mestu út á það að sprengja upp bíla á sem frumlegastan máta, eru tölvuteiknaðar. Statham leikur Jensen Ames, ökuþór sem er læstur inni fyrir ógeðfelldan glæp sem hann framdi ekki. Í fangelsinu hefur nýr raunveruleikaþáttur slegið í gegn, Death Race. Reglurnar eru einfaldar. Það eru engar reglur. Annaðhvort vinnur þú kappaksturinn og öðlast frelsi, eða deyrð á hraðbrautinni. Myndin er frumsýnd á föstudaginn og er endurgerð Death Race 2000 frá 1975. kolbruns@frettabladid.is+ Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fleiri fréttir ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Jason Statham leikur aðalhlutverkið í Death Race sem frumsýnd verður hér á landi á morgun. Statham hefur á fáum árum gerst hasarkóngur kvikmyndanna og mætti líkja honum við Sylvester Stallone á sínu besta skeiði. En hver er þessi maður? Statham var einn helstu kafara Breta og lenti í tólfta sæti heimsmeistaramótsins 1992. Einnig starfaði hann sem fatamódel og sölumaður á svörtum markaði áður en hann gerðist leikari. Fyrsta hlutverk hans var í Lock, Stock and Two Smoking Barrels, 1998, en það fékk hann í gegnum fyrirsætustörf. Guy Ritchie var svo ánægður með okkar mann að hann ákvað að ráða Statham á ný í myndina Snatch. Eftir það fór heldur betur að vænkast hagur Stathams og á eftir fylgdi hver myndin á fætur annarri. Má þar nefna The One, Mean Machine, Transporter-myndirnar tvær, The Italian Job (2003), London, Rogue Assassin, The Bank Job og nú síðast Death Race. Áhættuleikari Statham er þekktur fyrir að sjá um áhættuatriðin sín sjálfur. Statham er meira en lítið fyrir spennumyndir og er Death Race því alveg hans tebolli. „Í henni eru heitar gellur og strákar sem eru strákar. Hvað meira þarf maður?“ Hann segir einnig í viðtali um myndina að hann hafi alltaf dreymt um að verða áhættuleikari. „Síðan ég var krakki hef ég verið að henda mér úr trjám og annað álíka klikkað. Svo datt ég inn í bardagaíþróttir, þannig að geta gert þetta allt í bíómyndum er algjör draumur fyrir mig.“ Það er hugsanlega ástæðan fyrir því að hann sér um eiginlega öll sín áhættuatriði sjálfur. Alvöru sprengingar Engar brellur í Death Race eru tölvugerðar. Death Race er fullkomið tækifæri fyrir Statham til að hegða sér háskalega en engar brellur myndarinnar, sem gengur að mestu út á það að sprengja upp bíla á sem frumlegastan máta, eru tölvuteiknaðar. Statham leikur Jensen Ames, ökuþór sem er læstur inni fyrir ógeðfelldan glæp sem hann framdi ekki. Í fangelsinu hefur nýr raunveruleikaþáttur slegið í gegn, Death Race. Reglurnar eru einfaldar. Það eru engar reglur. Annaðhvort vinnur þú kappaksturinn og öðlast frelsi, eða deyrð á hraðbrautinni. Myndin er frumsýnd á föstudaginn og er endurgerð Death Race 2000 frá 1975. kolbruns@frettabladid.is+
Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fleiri fréttir ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira