Að loknu kennaraþingi Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 15. apríl 2008 00:01 Hvernig er hægt að þjónusta félagsmenn þannig að þeir upplifi styrk í því að vera í stéttarfélagi? Hvaða þjónustu vilja félagsmenn fá hjá stéttarfélögum? Það þarf að vera á hreinu hvert hlutverk stéttarfélagsins er í hugum félagsmanna. Er það að berjast fyrir bættum kjörum eins og forðum eða er hlutverkið breytt og félagsmaðurinn sækist eftir þjónustu sem hefur jafnvel ekki verið skilgreind? Ef fólk er sammála um að grundvöllur stéttarfélagsins sé að gæta hagsmuna og réttinda félagsmanna og fara með samningsrétt um kaup og kjör þarf að huga vel að því að félagið sé í takt við grasrótina.Forystan tekur að sér að leiða stéttarbaráttuna en þeir sem gegna lykilhlutverki í að tengja hana og grasrótina eru trúnaðarmenn. Á þingi Kennarasambandsins sem haldið var dagana 9. -11. apríl lagði ég fram tillögu um þeir sem taki að sér trúnaðarstörf fyrir KÍ fái viðeigandi félagsmálafræðslu og þjálfun. Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Um er að ræða fræðslu sem nýtist öllum sem veljast til starfa fyrir Kennarasamband Íslands og er sniðin að hverjum einstaklingi fyrir sig. Kennarasambandið leggur til hugmyndafræði og þekkingu en þarf jafnframt að leita fanga út fyrir stéttarfélagið til að skoða það sem er vel gert annars staðar. Við þurfum að gera feiknarlegt átak í að fræða trúnaðarmenn þannig að þeir geti tekið þátt í að sinna því uppbyggingarstarfi sem þarf að fara fram innan hvers félags fyrir sig. Við þurfum að: • Hlusta á grasrót kennarasamfélagsins. • Komast að því hvert einstakir félagsmenn vilja að félagið stefni. • Tala saman um félagið okkar. • Sjá fyrir okkur, sem heild, hvert hlutverkið sé. Þessum markmiðum náum við aðeins með sameiginlegu átaki allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands. Þetta eru markmið sem þingið setti sér með því að samþykkja tillögu um félagsmálafræðslu til allra sem taka að sér trúnaðarstörf fyrir KÍ. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig er hægt að þjónusta félagsmenn þannig að þeir upplifi styrk í því að vera í stéttarfélagi? Hvaða þjónustu vilja félagsmenn fá hjá stéttarfélögum? Það þarf að vera á hreinu hvert hlutverk stéttarfélagsins er í hugum félagsmanna. Er það að berjast fyrir bættum kjörum eins og forðum eða er hlutverkið breytt og félagsmaðurinn sækist eftir þjónustu sem hefur jafnvel ekki verið skilgreind? Ef fólk er sammála um að grundvöllur stéttarfélagsins sé að gæta hagsmuna og réttinda félagsmanna og fara með samningsrétt um kaup og kjör þarf að huga vel að því að félagið sé í takt við grasrótina.Forystan tekur að sér að leiða stéttarbaráttuna en þeir sem gegna lykilhlutverki í að tengja hana og grasrótina eru trúnaðarmenn. Á þingi Kennarasambandsins sem haldið var dagana 9. -11. apríl lagði ég fram tillögu um þeir sem taki að sér trúnaðarstörf fyrir KÍ fái viðeigandi félagsmálafræðslu og þjálfun. Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Um er að ræða fræðslu sem nýtist öllum sem veljast til starfa fyrir Kennarasamband Íslands og er sniðin að hverjum einstaklingi fyrir sig. Kennarasambandið leggur til hugmyndafræði og þekkingu en þarf jafnframt að leita fanga út fyrir stéttarfélagið til að skoða það sem er vel gert annars staðar. Við þurfum að gera feiknarlegt átak í að fræða trúnaðarmenn þannig að þeir geti tekið þátt í að sinna því uppbyggingarstarfi sem þarf að fara fram innan hvers félags fyrir sig. Við þurfum að: • Hlusta á grasrót kennarasamfélagsins. • Komast að því hvert einstakir félagsmenn vilja að félagið stefni. • Tala saman um félagið okkar. • Sjá fyrir okkur, sem heild, hvert hlutverkið sé. Þessum markmiðum náum við aðeins með sameiginlegu átaki allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands. Þetta eru markmið sem þingið setti sér með því að samþykkja tillögu um félagsmálafræðslu til allra sem taka að sér trúnaðarstörf fyrir KÍ. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar