Úrvalslið umferða 19-27 í N1 deild kvenna var valið í dag. Alina Petrache hjá Störnunni var valin besti leikmaður umferðanna og Aðalsteinn Eyjólfsson besti þjálfarinn.
Lið Fram þótti vera með bestu umgjörðina í lokaumferðum deildarinnar.
Hér má sjá úrvalslið umferða 19-27:
Markvörður: Kristina Matuzeviciute, Fram.
Vinstra horn: Dagný Skúladóttir, Valur.
Vinstri skytta: Alina Petrache, Stjarnan.
Miðja: Eva Barna, Valur.
Hægri skytta: Birgit Engl, Stjarnan.
Hægra horn: Sólveig Lára Kjærnested, Stjarnan.
Lína: Pavla Nevarilova, Fram.