Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum rauk upp um 11,26 prósent í Kauphöllinni í dag. Exista hækkaði um 7,6 prósent og gengi viðskiptabankanna um 4,6 til 3,22 prósent. Mest hækkaði gengi bréfa í Glitni en minnst í Kaupþingi. Gengi annarra félaga hækkaði minna. Einungis gengi bréfa í Alfesca lækkaði í dag, eða um 0,44 prósent. Úrvalsvísitalan hækkaði um 3,28 prósent og endaði í 4.189 stigum.