
Viðskipti innlent
Atorka og Bakkavör féllu í dag

Gengi hlutabréfa í Atorku féll um 23,08 prósent í dag og Bakkavarar um 12,05 prósent. Þetta er eina lækkun dagsins í Kauphöllinni og dró Úrvalsvísitöluna niður. Á sama tíma hækkaði gengi Century Aluminum um 4,86 prósent, Færeyjabanka um 3,14 prósent, Eimskipafélagsins um 1,52 prósent, Össurar um 0,34 prósent og Marel Food Systems um 0,14 prósent. Viðskipti með hlutabréf voru 47 talsins upp á 170 milljónir króna. Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,32 prósent og endaði hún í 644 stigum.