"Við vorum bara harðari en þeir og mér fannst þeir bara vera í fýlu," sagði Hlynur Bæringsson eftir sigur íslenska landsliðsins á Dönum í kvöld.
"Ég held að sé eitthvað að hjá þeim - þeir eru auðvitað nýbúnir að tapa á heimavelli. Þeir eru með rosalega stóra menn, en þeim finnst betra að vera í einhverju dúlleríi og þola ekki að láta berja sig," sagði Hlynur sem skoraði 6 stig og hirti 5 fráköst.
"Þessi riðill er mjög sérstakur þar sem Svartfellingarnir eru sigurstranglegastir en við, Hollendingar, Danir og Austurríkismenn eru talin nokkuð jöfn. Því verðum við bara að klára þessa leiki á heimavelli ef við ætlum okkur upp um deild," sagði Hlynur og skoraði um leið á alla Íslendinga að mæta og sjá leikinn við Svartfellinga í næstu viku.
