Fjórir leikir fóru fram í 1. deild karla í knattspyrnu í dag en staðan á toppnum breyttist ekki þar sem þrjú efstu liðin unnu leiki sína. Topplið ÍBV vann 2-1 sigur á KS/Leiftri í Eyjum, Selfoss hélt öðru sætinu með sigri á Fjarðabyggð 4-1 og Haukar halda þriðja sætinu eftir 1-0 sigur á Þór. Þá vann Víkingur R 3-2 sigur á Víkingi Ólafsvík.
ÍBV er langefst í deildinni með 27 stig, Selfoss í öðru með 22 stig og Haukar í þriðja með 18 stig. Stjarnan er í fjórða sæti með 17 stig og á tvo leiki til góða.