Ágúst Björgvinsson mun stýra íslenska kvennalandsliðinuí körfubolta í fyrsta sinn á miðvikudaginn þegar það hefur leik á Norðurlandamótinu sem fram fer í Danmörku.
Þrátt fyrir að Ágúst sé þarna að stýra liðinu í fyrsta sinn, er það ekkert nýnæmi fyrir leikmenn liðsins að spila fyrir Ágúst, því aðeins tvær af landsliðskonunum hafa aldrei spilað undir hans stjórn áður.
Óskar Ófeigur Jónsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, greinir þannig frá því á vef Körfuknattleikssambandsins í morgun að aðeins reynsluboltarnir Signý Hermannsdóttir og Hildur Sigurðardóttir eru þarna að spila fyrir Ágúst í fyrsta sinn með landsliði.
Ágúst var áður þjálfari yngri landsliðsins og hópurinn sem fer á NM er að mestu skipaður stúlkum sem eru 23 ára og yngri. Ágúst á að baki 31 leik sem þjálfari yngri landsliða Íslands frá því árið 2003.
Hér fyrir neðan má sjá leikjafjölda stúlknanna í landsliðinu undir stjórn Ágústs hjá yngri landsliðunum:
Helena Sverrisdóttir 17 (8 sem fyrirliði)
María Ben Erlingsdóttir 13
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 13
Pálína Gunnlaugsdóttir 9 (5 sem fyrirliði)
Ingibjörg Jakobsdóttir 9
Ragna Margrét Brynjarsdóttir 9
Kristrún Sigurjónsdóttir 8
Petrúnella Skúladóttir 8
Margrét Kara Sturludóttir 5
Jovana Lilja Stefánsdóttir 4