Tveir leikir voru í 16 liða úrslitum Eimskips bikars karla í handbolta í kvöld. Úrslitin voru eftir bókinni og Stjarnan og Valur komust áfram í 8 liða úrslitin.
Stjarnan vann HK-2 í Digranesi 27-20 en Valur lagði Stjörnuna-3 með 33 mörkum gegn 20 í Garðabænum. Um helgina komust Fram, Selfoss og FH áfram í keppninni.
16 liða úrslitunum lýkur annað kvöld en hér að neðan má sjá þá leiki sem fara fram þá.
11.nóv. 18.30 Grótta 2 - Grótta
11.nóv. 20.00 Stjarnan 2 - Þróttur
11.nóv. 20.00 ÍR - Haukar